A-Ö Efnisyfirlit

Fordæmi Kína sýnir að hægt er að  „stöðva kórónaveiruna”

Reynsla Kína af því að hamla útbreiðslu kórónaveirunnar er öðrum ríkjum til eftirbreytni sem nú glíma við COVID-19 faraldurinn að sögn yfirmanns WHO, Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar í Beijing.

Þótt fjöldi COVID-19 greindra sé komið yfir 180 þúsund í heiminum, þá fer tilfellum fækkandi í Kína. Þetta sýnir að tökum hefur verið náð á útbreiðslunni, að mati Dr. Gauden Galea fulltrúa WHO í Kína.

„Náð hefur verið tökum á faraldrinum og aukningin stöðvuð,“ segir Dr. Galea.

„Þetta er sá lærdómur sem við getum dregið af þessu: útbreiðslan þarf ekki að ná slíku hámarki að það lami heilbrigðiskerfið. Reynslan af hömlun útbreiðslu getur nýst öðrum ríkjum sem geta lagað hana að sínum eigin aðstæðum.“

Greina, greina, greina

COVID-19
Kórónaveiran COVID-19

 Tedros Adhanom Ghebreyesus forstjóri WHO lagði áherslu á mikilvægi greininga á daglegum blaðmannafundi sínum í gær.

„Öflugasta leið til þess að hindra smit og bjarga mannslífum er að brjóta upp smitleiðirnar. Og til þess að svo megi verða þarf að greina smit og einangra,“ sagði WHO forstjórinn: „Enn á ný eru skilaboð okkar, greina, greina, greina.“

WHO hefur ítrekað harmað að sum ríki hafi dregið lappirnar í því að greina, einangra og rekja samskipti smitaðra.

Það er ekki nóg að fylgja ráðleggingum um hegðun einstaklinga svo sem að halda sig í vissri fjarlægð frá öðrum, þvo hendur reglulega og hósta í olnbogannn, að mati Tedros Adhanom Ghebreyesus, til þess að „uppræta faraldurinn.“

„Það getur enginn slökkt eld með bundið fyrir augun,“ sagði forstjóri WHO: „Við getum ekki stöðvað faraldurinn ef við vitum ekki hver er smitaður.“

WHO hefur sent eina og hálfa milljón COVID-19 prófa til 120 ríkja til þess að mæta eftirspurn og vinnur að því í samvinnu við fyrirtæki að útvega öllum próf sem þurfa.

Fréttir

Vertu með í að skapa tjáknið

Alþjóðlegur dagur ungs fólks er 12.ágúst en til að leggja áherslu á mikilvægi ungmenna í heiminum í dag hafa Sameinuðu þjóðrnar helgað þeim allan ágústmánuð. Til þess að fylkja liði hefur ungt fólk verið beðið um tillögur að tjákni (emoj) til að fylgja mylluymerkinu #YouthLead.

Ríki heims styðja Líbanon

Sameinuðu þjóðirnar hafa unnið hvíldarlaust að því að koma þeim til hjálpar sem um...

Að berjast gegn hungri í heiminum

🇺🇳 75 ára afmæli – 75 dæmi um að Sameinuðu þjóðirnar skipti sköpum 🇺🇳 Matvæla...

Frumbyggjar: Sanneiksnefndir og aukinn áhugi

Áhugi á frumbyggjum Norðurlanda hefur aukist verulega jafnt í alþjóðamálum sem menningum og listum á undanförnum áratugum. Annars vegar Inúitar á Grænlandi og hins vegar Samar í Finnlandi, Noregi og Svíþjóð og raunar einnig Rússlandi teljast til frumbyggja. Stjórn Grænlendinga í eigin málum hefur farið vaxandi og sannleiks- og sáttanefndir hafa verið stofnaðar eða eru í undirbúningi um málefni Sama í öllum þremur Norðurlanda þar sem þeir búa. 9.ágúst er alþjóðlegur dagur frumbyggja.

Álit framkvæmdastjóra