Fótboltavöllur af skógi glatast á þriggja sekúndna fresti

0
648

 Á þriggja sekúndna fresti tapast skóglendi á stærð við fótboltavöll. Helmingur kóralrifja hefur orðið eyðileggingu að bráð.

5.júní á Alþjóðlega umhverfisdaginn hvetja Sameinuðu þjóðirnar til varðveislu úthafa okkar og skóga. Auk vistkerfa sinna, eru þeir lungu plánetunnar og sjá okkur fyrir súrefninu sem við öndum að okkur. Við þurfum líka á þeim að halda til að berjast gegn loftslagsbreytingum. Höf og skógar fanga koltvísýring.

Mannkynið horfir nú upp á afleiðingar rányrkju og eyðileggingar plánetunnar. Loftslagbreytingar og hrun líffræðilegs fjölbreytileika munu, ef ekki er að gert, svipta okkur möguleikanum á því að útvega okkur lífsnauðsynjar. Slíkt myndi síðan hrinda af stað annars konar kreppum.

Móðir jörð getur náð sér skjótt ef hún fær tækifæri til þess. Nú þegar við sjáum fyrir endann á heimsfaraldrinum er einnig þörf á skuldbindingum á heimsvísu til að endurreisa vistkerfi. Slíkt er öðru nafni nefnt vistheimt.  

Í dag er mannkynið að eyðileggja heimli sitt : plánetuna. Þegar upp er staðið er það umhverfið sem sér okkur fyrir nauðþurftum: vatni, mat og skjóli

 Umhverfið er í kreppu. Vísindin hafa kveðið upp sinn dóm og tölfræði sýnir alvarlegar afleiðingar núverandi lifnaðarhátta.  

Umfang vandans

Þegar vistkerfi láta undan er leið sýkla og sjúkdómsvalda greið inn í samfélag mannsins án þess að ónæmi fyrir þeim hafi skapast. Til þess að koma í veg fyrir nýja heimsfaraldra ber okkur að ráðast að rótum vandans í stað þess að glíma sífellt við afleiðingarnar.

Brýnt er að varðveita vistkerfi. Nýrra leiða er þörf til að nýta ferskvatn á ábyrgan hátt. Í dag rennur 80% skolpvatns út í náttúruna án hreinsunar. Endurheimta ber land á stærð við Kína til þess að vistkerfi glatist ekki.

Við höfum úrræði

Endurheimt umhverfis er möguleg ef alþjóða samfélagið grípur til tafarlausra aðgerða. Nátturan er fær um að græða sár eins og sagan um Tsjérnóbíl-kjarnorkuverið og umhverfis þess sýnir. Environment recovery is doable if the global community starts making moves now. 30 árum eftir einar verstu hamfarir allra tíma hafa villtar jurtir og dýr skotið upp kollinum á ný.  

Endurreisa má vistkerfi fyrr en marga grunar. Til þess að svo megi verða þarf að binda enda á starfsemi og lifnaðarhætti sem standa í veginum fyrir þvi. Þá getum við enn á ný notið hvarvetna hreins lofts, vatns og matvæla og skilað afkomendum okkar blómlegu búi.

5.júní halda Sameinuðu þjóðirnar upp á Alþjóðlega umhverfisdaginn. Tilgangurinn er að koma á framfæri hversu brýnt er að stöðva rányrkju og eyðileggingu plánetunnar og vistkerfa hennar.

„Rýrnun hins náttúrulega heims hefur nú þegar grafið undan hagsæld 3.2 milljarða manna eða 40% mannkyns,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóða umhverfisdaginn.

„Enn er tími til að græða sárin. Þessa vegna munum við á Alþjóðlega umhverfisdaginn ýta úr vör Áratug Sameinuðu þjóðanna um endurreisn vistkerfa eða vistheimt.“

Farið verður í saumana á   Áratug Sameinuðu þjóðanna tileinkuðum  vistheimt  á fundi í Norræna húsinu 3.janúar kl. 4 á fundi frjálsra félagasamtaka og stofnana. Sjá nánar hér. 

Leikur

Almenningi er boðið upp á að taka þátt í alþjóðlegu endurreisnar-hreyfingunni með því að bregða á leik í spili sem má nálgast hér:  PLAY A GAME, RESTORE THE PLANET (worldenvironmentday.global) .

Í leiknum er hægt að komast að því hvernig hægt er að vernda vistkerfi og skuldbinda sig til þátttöku í að endurreisa umhverfið innan tíu ára. Sýna má stuðning við málefnið á samfélagsmiðlum með því að nota myllumerkin  #GenerationRestoration og #WorldEnvironmentDay. 

Í myndbandinu sem sjá má hér fyrir neða eru sýndar nokkrar leiðir sem einstaklingar geta notað daglega til að hjálpa umhverfinu.