Frá einmana Svía til Finna á átakasvæði

 Swedish 1

Gleðilegt ár! Þátttaka Svía í friðargæslu Sameinuðu þjóðanna hefur verið til umræðu eftir að í ljós kom að aðeins einn hermaður var á friðargæsluvakt fyrir samtökin á miðju síðasta ári.

Við komumst að því að Hans Corell, fyrrverandi aðallögfræðingur SÞ kann Hávamál utan að en hann var kosinn Vinur SÞ 2013 í Svíþjóð. Alþingi skar þróunaraðstoð niður tíu mánuðum eftir að hafa samþykkt nær samhljóða að auka hana. Og við heyrum um ástandið í Mið-Afríkulýðveldinu frá fyrstu hendi og tölum við Norðurlandabúa mánaðarins,Karina Immonen. Að auki kynnumst við hvað „rauði takkinn“ þýðir í þróunaraðstoð á Norðurlöndum.