Fráfarandi forseti Allsherjarþingsins hvetur til samræðna milli menningarheima

0
436

17. september 2007 –,Fráfarandi forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna,  Sheikha Haya Rashed Al Khalifa frá Bahrain, hvatti til þess að athygli yrði beint í auknum mæli á næstunni að samræðum meinningarheima.

Al Khalifa lét þessi orð falla þegar 61. þingi Allsherjarþingsins lauk og hún vék úr forsetastól fyrir arftaka sínum Srgjan Kerim frá Fyrrverandi lýðveldi Júgóslavíu, Makedóníu.
“Frá mínum sjónarhorni sem fyrstu konu sem gegnt hefur forsetaembættinu í eina kynslóð og fyrstu konu úr Arabaheiminum, eru Sameinuðu þjóðirnar ein hnattræn fjölskylda sem verður sífellt tengdari innbyrðis,” sagði Sheikha Haya.
Hún kvaðst viðurkenna að það væri eðlilegt að áherslur væru ólíkar en lagði áherslu á “það væri eingöngu hægt að efla traust og samvinnu í anda sameiginlegrar ábyrgðar.” 
Forsetinn hvatti alla hlutaðeigandi til að axla ábyrgð og vinna sameiginlega að jákvæðum breytingum. “Við þurfum meir en nokkru sinni fyrr að einblína á skort á samskiptum á milli menningarheima, menningarsvæða og þjóða en þar liggja rætur margra vandamála heimsins,” sagði hún. “Við þurfum að takast á við þessi vandamál með því að kasta fyrir róða úreltum hugsunarhætti sem felst í því að skipta heiminum í gefendur og þiggjendur, Norður og Suður.”