Frambjóðendur kynntir á Allsherjarþinginu

0
458
Lykketoft2

Lykketoft2

15.apríl 2016. Níu frambjóðendur til embættis aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna hafa kynnt sig og stefnumál sín undanfarna þrjá daga á vettvangi Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna.

Þetta er í fyrsta skipti sem Sameinuðu þjóðirnar hafa kynnt frambjóðendur með þessum hætti, en hingað til hefur aðalframkvæmdastjórinn verið valinn að baki luktum dyrum Öryggisráðs samtakanna.

„Við höfum með þessum breytt skipunarferlinu til þess að gera það gagnsærra og opnara,“ sagði Mogens Lykketoft, forseti Allsherjarþingsins að lokinn fyrstu kynningarhrinunni.

Frambjóðendurnir níu svöruðu alls átta hundruð spurnignum frá fulltrúum aðildarríkja og almennings um hvað þeir myndu setja á oddinn ef þeir yrðu fyrir valinu.

Öðru fimm ára kjörtímabili Ban Ki-moon lýkur í lok þessa árs. Lykketoft, forseti Allshjerjarþingsins viðurkennir að ferlið sem nú er hafið muni ekki endilega ráða úrslitum um hver verður valinn. Hér eftir sem hingað til verður lokaorðið í höndum Öryggisráðsins, en hann hefur áður bent á að erfitt geti reynst fyrir ráðið að ganga gegn skýrum vilja meirihluta ríkja heims.

Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna segir lítið um hvernig skuli standa að skipan aðalframkvæmdastjórans, að öðru leyti en því að Öryggisráðið leggi fram tillögu á Allsherjarþinginu. Bent hefur verið á að ráðið geti mælt með fleiri en einum frambjóðanda. Aðildarríkin geta öll boðið fram sinn fulltrúa. Þeir sem hingað til hafa boðið sig fram eru allir bornir fram af heimalöndum sínum, en hverju ríki er í sjálfsvald sett að bjóða fram borgara annars ríkis. Níu frambjóðendur komu fram á þessum fyrsta kynningarfundi en bæði Sameinuðu þjóðirnar og breska blaðið the Guardian munu standa fyrir fleiri kynningarfundum.

Búist er við að fleiri frambjóðendur bætist í hópinn áður en yfir lýkur en engar reglur eru um síðustu forvöð til að lýsa yfir framboði. Þessir frambjóðendur kynntu sig fyrir Allseherjarþinginu og í þessari röð:

  • Igor Luksic, varaforsætis- og utanríkisráðherra Svartfjallalands.
  • Irina Bokova, forstjóri UNESCO (Búlgaríu)
  • Antonio Guterres,fyrrverandi Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna og fyrrverandi forsætisráðherra Portúgals.
  • Danilo Türk, fyrrverandi forseti Slóveníu,
  • Vesna Pusić, utanríkis- og fyrsti varaforsætisráðherra Króatíu.
  • Natalia Gherman, fyrrverandi fyrsti varaforsætis- og utanríkisráðherra Moldavíu.
  • Vuk Jeremic, fyrrverandi forseti Allsherjarþingsins og fyrrverandi utnaríkisráðherra Serbíu.
  • Helen Clark, forstjóri Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNDP) og fyrrverandi forsætisráðherra Nýja Sjálands.
  • Srgjan Kerim, fyrrverandi forseti Allsherjarþingsins og fyrrverandi utanríkisráðherra Fyrrum lýðveldi Júgóslavíu, Makedóníu
  • Sjá nánar um kjör aðalframkvæmdastjóra hér.