Frambjóðendur kynntir í beinni

0
476
Voting box

Voting box

12.apríl 2016. Frambjóðendur til embættis aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna verða kynntir fyrir Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í dag og næstu daga. 

Hingað til hefur aðalframkvæmdastjórinn verið valinn á bakvið luktar dyr af fáum en áhrifamiklum ríkjum. Nú í fyrsta skipti mun þetta val byggja á opinberum umræðum með þátttöku frambjóðenda til þessa æðsta diplómatastarfs heims.

Næstu þrjá daga mun Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna verða vettvangur óformlegra samræðna sem hefjast í dag. Almenningur getur komið spurningum á framfæri í gegnum frjáls félagasamtök og samskiptamiðla.

„Þetta er ferli sem kann að marka þáttaskil,“ segir Daninn Mogens Lykketoft, forseti Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er tækifæri til að auka gagnsæi í kringum allt starf Sameinuðu þjóðanna.“

meetingSumum kann að þykja að það felist lítil bylting í því að kynna frambjóðendur opinberlega, en fram að þessu hafa Sameinuðu þjóðirnar á sjötíu ára starfsferli kosið oddvita sinn á vettvangi Örygisráðsins sem skipað er fimmtán ríkjum, þar af fimm sem eiga fast sæti. Því má segja að nú sé verið að brjóta blað.

Hver frambjóðandi fær tvær klukkustundir til að kynna sig og verður sent út beint á sjónvarpsrás á netinu. Byrjað verður á stuttu ávarpi en auk þess verður hver frambjóðandi að skila skriflegri stefnuskrá. Finna má upplýsingar um þá frambjóðendur sem fram eru komnir hér.

Að þessari kynningu lokinni hafa aðildarríkin hvert tvær til þrjár mínútur til að spyrja frambjóðandann. Því næst taka við spurningar frá almannasamtökum eftir því sem tími vinnst til.

Frambjóðendur eru hvattir til þess að láta til sína taka á samskiptamiðlum. Vefsíða hefur verið stofnuð þar sem almenningur getur lagt fram spurningar, annað hvort skriflega eða með mynd- eða hljóðupptöku. Myllumerki kosningarinnar #UNSGcandidates. 

Valið verður úr spurningum og þær lesnar upp í óformlegu samtölunum. Þegar hafa 500 spurningar borist allt frá „hvernig hyggstu binda enda á fátækt í heiminum“ til „hvernig ætlar þú að koma á friði í Mið-Austurlöndum.“

„Samskiptamiðlar munu skipta miklu máli í þessu ferli“, segir Lykketoft.

Dagblaðið the Guardian mun einnig halda tvo fundi með frambjóðendum í New York og Lundúnum í apríl og júní.
Næstu óformlegu samræður á vettvangi Allsherjarþingsins verða í júní en Öryggisráðið byrjar umfjöllun sína í júlí.

Dagskrá óformlegu samtalanna verða sem hér segir (íslenskur tími í sviga)

Þriðjudagur 12.apríl
Igor Lukšić, fyrrverandi forsætisráðherra Svartfjallalands 13-15
Irina Bokova, Búlgaríu, forstjóri UNESCO 15-17
António Guterres, Portúgal, fyrrverandi forstjóri Flóttamannahjálpar SÞ 17-19

Miðvikudagur 13.apríl
Danilo Türk, fyrrverandi forseti Slóveníu 13-15
Vesna Pusić, fyrrverandi utanríkisráðherra Króatíu 15-17
Natalia Gherman, fyrrverandi utanríkisráðherra Moldavíu 17-19

Fimmtudagur 14.apríl
Helen Clark, Nýja Sjálandi, forstjóri UNDP 15-17
Srgjan Kerim, fyrrverandi utanríkisráðherra Makedóniu