Framkvæmdastjórinn fagnar árangri í að viðhalda ósonlaginu

0
445

16. September 2007  Árangursrík barátta fyrir því að viðhalda ósonlaginu er “einn stærsti sigur sem unnist hefur með alþjóðlegri samvinnu”, segir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á Alþjóðlegum degi baráttunnar fyrir því að viðhalda ósonlaginu. 

Á ávarpinu minnir Ban Ki-moon á að tvær milljónir tonna af skaðlegum efnum hafi verið losaðar í andrúmsloftið fyrir tveimur áratugum þegar Montreal bókunin um Ósonlagið hafi verið undirrituð. Í dag hafi losun efna sem skaðleg eru ósonlaginu nánast verið stöðvuð í þróuðum ríkjum og minnkuð um 80% í þróunarríkjum.  
Framkvæmdastjórinn bendir á að þetta hafi víðtækari alfeiðingar því mörg þessara efna sem hætt er að nota, hafi einnig stuðlað að hlýnun jarðar. “Uppræting þessara efna hefur líka verið lóð á vogarskálarnar í baráttunni gegn loftslagsbreytingum,” segir Ban Ki-moon.
Hann varar hins vegar við því að menn megi ekki sofna á verðinum.”Vísindamenn vara við því að ósonlagið muni eiga í vök að verjast enn um sinn. Það er því mikilvægt að staðið verði við Montreal bókunina.