Framkvæmdastjórinn fagnar samkomulagi um kjarnorkumál á Kóreuskaga

0
501

13. febrúar 2007 –   Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna fagnaði í dag samkomulagi sem náðist í sex ríkja viðræðum í Peking um kjarnorkumál á Kóreuskaga. Sagði hann fyrsta skrefið stigið í átt til kjarnorkuvopnalauss Kóreuskaga og hvatti alla aðila til að nýta sér núverandi byr og hrinda samkomulaginu í framkvæmd. 

“Framkvæmdastjórinn er vongóður um að þessi árangur alþjóðasamfélagsins muni styrkja viðtleitni til að hindra útbreiðslu kjarnorkuvopna í heiminum auk þess að stuðla að varanlegum, friði, öryggi og velmegun í þessum heimshluta”, sagði talsmaður Ban.  
“Þetta samkomulag er fyrsta skrefið í átt til kjarnorkuvopnalauss Kóreuskaga”, sagði Marie Okabe í yfirlýsingu. “Framkvæmdastjórinn fagnar því auk þess að aðilar hafi heitið því að hafa hraðar hendur og snúa sér að næsta stigi þessa ferlis.”
Norður-Kórea, Kína, Japan, Suður-Kórea, Rússland og Bandaríkin hafa tekið þátt í sex ríkja viðræðunum sem staðið hafa yfir með hléum í Peking í sex ár. Norður-Kórea gerði sína fyrstu tilraun með kjarnorkuvopn í október og í kjölfarið ákvað Öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar refsiaðgerðir gegn landinu. 
Nánari upplýsingar : http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21554&Cr=DPRK&Cr1=