Framkvæmdastjórinn hvetur leiðtoga Bandaríkjanna til að nema á brott þak á framlögum til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna.

0
494

17. janúar 2007 –  Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði í dag að hann hefði hvatt Bush Bandaríkjaforseta og leiðtoga Bandaríkjaþings til að nema á brott þak á framlögum til friðargæslu Sameinuðu þjóðanna og varað við því núverandi takmarkanir kunni að hamla einstökum friðargæsluverkefnum. Ban sagði fréttamönnum í höfuðstöðvum SÞ í New York eftir tveggja daga heimsókn til Washington að þingið hefði sett þak á framlög með þeim afleiðingum að Bandaríkin – rausnarlegasti bakhjarl SÞ- borgaði nú aðeins 25% útgjalda friðargæslunnar.  Samkvæmt útgjaldadreifingu sem aðildarríkin samþykktu árið 2000 ber Bandaríkjunum að borga 27%. 

Ban sagði að þessi tvö prósentustig hefði í för með sér að “það skorti 150 til 200 milljónir upp á framlög Bandaríkjanna” og að þetta hefði í för með sér “að verulegir erfiðleikar yrðu við að fjármagna friðargæsluverkefni”.   

Framkvæmdastjórinn sagði að Bush og leiðtogar þingsins hefðu sannfært sig um að þeir myndu taka þetta mál upp til umræðu.

Nánar:: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21265&Cr=peacekeep&Cr1=