Framkvæmdastjórinn segir svar Súdans um Darfur ófullnægjandi

0
470

15. mars  –  Ban Ki-moon framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í dag að hann hefði sagt forseta Súdans að svar hans við óskum SÞ um komið verði upp sameiginlegri friðargæslu á vegum samtakanna og Afríkusambandsins í Darfur væri ófullnægjandi.

 Hann hefði bent forsetanum á að mikil óánægja væri ríkjandi á meðal aðildarríkjanna með ástandið.
Framkvæmdastjórinn ræddi við Omar Hassan Al Bashir í síma síðastliðinn laugardag. Bauð Al Bashir Ban Ki-moon að heimsækja Súdan.
“Ég sagði honum að ég þekktist boðið en smáatriðin yrðu ákveðin í samræðum stjórnarerindreka. Ég lýsti vonbrigðum mínum með svar hans við tilllögum SÞ og Afríkusambandsins um sameiginlega friðargæslu”.
“Það er vaxandi óánægja meðal aðildarríkja, sérstaklega í Öryggisráðinu. Það er hins vegar mikilvægt að þótt vonbrigðin séu mikil, verði diplómatískum málaleitunum haldið áfram.og sérstakur fulltrúi minn (Jan Eliasson) og fulltrúi Afríkusambandsins munu heimsækja Súdan á ný í næstu viku.”, sagði Ban Ki-moon.
Sjá nánar: http://www.un.org/apps/news/story.asp?NewsID=21881&Cr=sudan&Cr1=