Friður í fjársvelti

0
454

army

           
4. september 2012. Dagleg útgjöld til hernaðar eru um það bil tvöföld árleg fjárlög Sameinuðu þjóðanna. Á síðasta ári námu hernaðarútgjöld heimsins 1.7 milljón milljörðum Bandaríkjadala eða 4.6 milljörðum dala á dag. Þetta kemur fram í grein eftir Ban Ki-moon, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem birt hefur verið í stórblöðum víða um heim að undanförnu. Hér á landi birtist hún í Morgunblaðinu 3. september. Greinin fylgir hér á eftir:

Friður í fjársvelti eftir Ban Ki-moon

Í júlí mánuði mistókst að ná samkomulagi um bráðnauðynlegan sáttmála um alþjóðlega vopnasölu sem hefði getið dregið úr mannlegum þjáningum. Á sama tíma ríkir kyrrstaða í viðleitni til kjarnorku-afvopnunar þrátt fyrir sterkan og vaxandi stuðning meðal almennings um allan heim.

Strand þessara viðræðna og afmæli kjarnorkuárásanna á Hirhoshima og Nagasaki eru ástæða til að staldra við og líta á hvað hefur farið úrskeiðis, af hverju afvopnun og takmörkun vopnakapphlaups hefur reynst svo torsótt og hvernig alþjóðasamfélagið getur ratað inn á rétta braut til að ná þessum mikilvægu markmiðum.

Margir málsmetandi aðilar í varnarmála-samfélaginu viðurkenna nú að öryggi felist ekki aðeins í því að verja landamæri. Mikil mannfjölgun, viðvarandi fátækt, efnahagslegt óréttlæti, umhverfisspjöll, farsóttir, skipulögð glæpastarfsemi, ógnarstjórnir og hvers kyns fyrirbæri sem einstakar ríkisstjórnir ráða ekki við, geta ógnað öryggi. Vopn bíta ekki á slík vandamál.

Þótt þessar nýju áskoranir í öryggismálum séu viðurkenndar,  hefur ný stefnumótun ekki fylgt í kjölfarið.

Fjárveitingar einstakra ríkja endurspegla oftast nær hina gömlu heimsmynd. Gríðarlegum fjárhæðum er varið til að halda úti herjum og nýleg dæmi er um miklar fjárfestingar í endurnýjun kjarnorkuvopna. Heimurinn er ofur-vígvæddur en að sama skapi eru útgjöld til friðarmála skorin við nögl.

Á síðasta ári námu hernaðarútgjöld heimsins 1.7 milljón milljörðum Bandaríkjadala eða 4.6 milljörðum dala á dag. Dagleg útgjöld til hernaðar eru um það bil tvöföld árleg fjárlög Sameinuðu þjóðanna. Við þessi rausnarlegu framlög má svo bæta millljörðum til viðbóta sem eyrnarmerkt hafa verið endurnýjun kjarnorkuvopnabúra heimsins áratugi fram í tímann.

Erfitt er að skilja þessi miklu útgjöld til hernaðar nú að loknu Kalda stríðinu og í miðri efnahagskreppu. Útgjöld til kjarnorkuvopna virðast fýsilegur kostur til að beita niðurskurðarhnífnum.

Slík vopn eru gagnslaus gegn helstu ógnunum við alþjóðlegan frið og öryggi. Sjálf tilvera þeirra ógnar stöðugleika: því meir sem þeim er hampað sem ómissandi því meir eykst ásókn í þau. Slysahætta elur á óöryggi að ógleymdum efnahagslegum- og heilsufarslegum skaða af viðhaldi og þróun þessara vopna.

Það er kominn tími til að staðfesta skuldbindingar til kjarnorku-afvopnunar og tryggja að þetta skili sér í fjárlögum ríkja, áætlunum og stofnunum.
 
Fyrir fjórum árum, tók ég saman fimm liða afvopnunar tillögu með áherslu á sáttmála um kjarnorku-afvopnun eða rammaáætlun til að ná því marki.

En þráteflið heldur áfram. Lausnin felst greinilega í aukinni viðleitni ríkja til að samræma aðgerðir í þágu sameiginlegra markmiða. Hér eru nokkrar aðgerðir sem ríki og borgaralegt samfélag geta beitt sér fyrir til að komast út úr blindgötunni.
 
Styðja viðleitni Rússlands og Bandaríkjanna ti að ná samkomulagi um umtalsverða og staðreynda fækkun kjarnorkuvopna, bæði þeim sem tilbúin eru til notkunar og þeirra sem bíða þess.  
 
Tryggja skuldbindingar annara eigenda slíkra vopna til að taka þátt í afvopnunarferlinu.

Tryggja tímabundna stöðvun á þróun og framleiðslu kjarnorkuvopna og árásarbúnaðar.

Semja um fjölþjóðlegan sáttmála til að gera útlæg klúfanleg efni sem nota má til smíði kjarnorkuvopna.
 
Stöðva kjarnorkusprengingar og stuðla að því að Sáttmálinn um bann við tilraunasprengingum, öðlist gildi.
 
Stöðva staðsetningu kjarnorkuvopna á erlendri grundu og draga þau til baka.

     Koma á fót kjarnorkuvopnalausu svæði í Miðausturlöndum sem tæki einnig til annara gereyðingarvopna.
 
    Tryggja almenna þátttöku í sáttmálum sem gera útlæg efna- og sýklavopn.
 
 Halda áfram samhliða viðleitni við stjórn hefðbundinna vopna, þar á meðal sáttmála um vopnasölu, aukið eftirlit með ólöglegum viðskiptum með smá- og léttvopn, koma á almennri þátttöku í Sáttmálunum um bann við jarðsprengjum, klasaspengjum og ómannúðlegum vopnum og fleira.

     Síðast en ekki síst ættum við að huga að frumþörfum mannsins og ná Þúsaldarmarkmiðunum um þróun. Viðvarandi fátækt grefur undan öryggi. Við ættum að draga verulega úr fjárútlátum til kjarnorkuvopna og fjárfesta þess í stað í félagslegri- og efnahagslegri þróun. Slíkt þjónar hagsmunum allra því þetta stækkar markaði, minnkar líkur á vopnuðum átökum og eykur tækifæri borgaranna til að hafa áhrif á eigin framtíð.

Líkt og kjarnorku-afvopnun og takmörkun útbreiðslu kjarnorkuvopna, eru þessi markmið þýðingarmikil í viðleitninni til að tryggja mannlegt öryggi og friðsaman heim í þágu komandi kynslóða.
 
Engin þróun, enginn friður. Engin afvopnun, ekkert öryggi. Þegar árangur næst á þessum sviðum, nær heimurinn árangri og öryggi og velmegun allra aukast. Þetta eru sameiginleg markmið sem öllum þjóðum ber að styðja.

Mynd: Heræfing í Sómalíu 14. ágúst 2012. SÞ-mynd: Stuart Price