Friður og öryggi þrífast ekki án mannréttinda

0
456
SG HRC

SG HRC29.febrúar 2016. Oddvitar Sameinuðu þjóðanna lögðu áherslu á tengsl friðar og öryggis annars vegar og mannréttinda og þróunar hins vegar við setningu 31.fundar Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna sem hófst í dag í Genf.
„Til lengri tíma litið geta friður og öryggi ekki þrifist án virðingar fyrir mannréttindum allra,“ sagði Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í setningarræðu sinni.

„Sjálfbær þróun er óhugsandi án friðar og öryggi,“ sagði Ban.

Hann lagði áherslu á að Áætlun 2030 fyrir Sjálfbæra þróun væri skref fram á við fyrir mannréttindi. Skuldbindingin til að „skilja engan eftir“, ætti við þá sem höllustum fæti standa í heiminum; fórnarlömb ójöfnuðar og óréttlætis. Margt þessa fólks væri fast í viðjum átaka eða fórnarlömb loftslagsbreytinga og fylltu fólk farandfólks, flóttamanna, uppflosnaðra og ríkisfangslausra.

„Það er hægt að reisa háa múra og setja strangar reglur um hælisleitendur, en slíkt heggur ekki að rótum vandans sem er sú að fólk flyst þúsundum saman úr stað oft og tíðum vegna vanþróunar og slæms stjórnarfars.“