Fyrsta bóluefni gegn mýraköldu komið á markað

0
411
Mýrarkalda
Bólusetningar gegn mýrarköldu munu skipta sköpum.

Gengið hefur verið frá samningi við lyfjafyrirtæki um framleiðslu á fyrsta bóluefni gegn mýraköldu (malaríu) sem um getur. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) segir að 18 milljónir skammta af bóluefninu verði fáanlegir á næstu þremur árum. Vonast er til að milljónum barnslífa verði bjargað með þessum hætti.

Mýrakalda er afar skeinuhættur börnum undir fimm ára aldri og ein algengasta dánarsorsökin. Sjúkdómurinn banaði nærri hálfri milljón barna í Afríku einni saman eða nærri einu barni á mínútu, árið 2020.

Risa skref

Etleva Kadilli, framkvæmdastjóri hjá UNICEF seigr að samningurinn séu skýr skilaboð til framleiðenda um að halda starfi sínu áfram.

„Við vonumst til að þetta sé bara byrjunin. Við þörfum á áframhaldandi nýsköpun að halda tiæ að þróa nýjar gerðir og stuðla að heilbrigðari bólulefnis-markaði,“ sagði hún. „Þetta er risa skref fram á við í viðleitni okkar til að bjarga lífum barna.“

Mýrakalda berst með sníkjudýrum. Þótt hægt sé að koma í veg fyrir smit og lækna sjúkdóminn, er hann banvænn ef ekki er gripið inn í.