Gagnvirkur fundur Ban Ki-moon með ungu fólki

0
453
Ban youth

Ban youth

26.maí 2015. Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna mun eiga samræður við ungt fólk um Sjálfbæra þróun á gagnvirkum fundi í beinni útsendingu frá Brussel á morgun 27.maí, frá 14 til 16, að íslenskum tíma.

Fundurinn í Brussel er haldinn í samvinnu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og Sameinuðu þjóðanna og ber heitið “Heimur okkar, virðing okkar, framtíð okkar. Þróunaráætlanir eftir 2015 og hlutverk ungs fólks”.

Aðalframkvæmdastjórinn mun eiga samtal við ungt fólk á sviði og í sal auk þess að svara spurningum um Sjáflbæra þróun og málefni sem brenna heitt á ungu fólki og berast á twitter á #AskBanKimoon.

Fólk hvar sem er, þar á meðal auðvitað á Íslandi, getur fylgst með útsendingu frá fundinum á netinu ( hér ) og látið í sér heyra á twitter með því að nota #AskBanKimoon.

2015 er tímamótaár hjá Sameinuðu þjóðunum, ekki síst vegna þess að í haust á að ákveða Sjálfbær þróunarmarkmið sem koma í stað Þúsaldarmarkmiðanna um þróun. Sá munur er þó á að Sjálfbæru þróunarmarkmiðin gilda um allan heim en ekki aðeins í þróunarríkjum eins og fyrri markmiðin sem samþykkt voru þegar nýtt árþúsund og ný öld gengu í garð árið 2000.

Netútsending:  http://bit.ly/YouthNow

Twitter tvíkross/myllutákn/kassamerki: #AskBanKimoon

 Sjálfbæru þróunarmarkmiðin má finna hér en einnig er vert að benda á greinarnar á Með ástarkveðju frá Norðurlöndum og Verk að vinna: Sjálfbær þróun í mótun