Gamla fólkið bjargar umhverfinu

0
426

grandparenst main pic

Október 2014. Margir tengja afa og ömmur við umönnun og öryggi. Hópur eldri borgara í Noregi stendur undir þeirri tengingu, en kannski á óvenjulegan hátt.

Þau hafa verið kölluð “ofurstjörnur umhverfisins” vegna áhuga á velferð og öryggi jarðarinnar.Þrátt fyrir nafnið Afar og ömmur gegn hlýnun jarðar (GCC) eru þau ekki beinlínis umhverfisverndarsamtök og allir – án tillits til aldurs- geta gerst félagar. Markmiði ð er þó skýrt að tryggja hreinni og betri heim fyrir komandi kynslóðir.

grandpar KTÞetta er ein margra borgarahreyfinga sem hefur að markmiði að hvetja stjórnmálamenn til þess að takast á við loftslagsbreytingar. Alþjóðsamfélagið hefur sett sér það markmið að hitastig á jörðu megi ekki hækka meir en sem nemur tveimur gráðum. Ef ekki verður að gert mun hitinn hins vegar hækka um 4-6 gráður innan fárra áratuga. Nú ætlar gamla fólkiði að láta til sín taka.
Margt af því hefur gegnt áhrifastöðum í norsku samfélagi og má nefna rithöfunda, vísindamenn, stjórnmálamenn og annað frægt fólk. Nærri tvö þúsund manns eru í samtökunum og er fimmtíu manna stjórn í félaginu og 9 manna framkvæmdastjórn.
Afarnir og ömmurnar hafa starfað frá árinu 2005 og skipulagt fjöldagöngur, blysfarir, fyrirlestraferðir og unnið með skólum og æskulýðssamtökum. Áhersla er á að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis og auka notkun endurnýjanlegra norway grandp KTorkugjafa, eins fljótt og hægt er.
Samtökin hafa engar skrifstofur og allir vinna sem sjálfboðaliðar. Árgjald er jafnvirði einnar evru – 150 króna íslenskra.
Gamla fólkið hefur unnið með öðrum umhverfisverndarsamtökum eins og Greenpeace og WWF. Styrkur þeirra er sjálfstæði þeirra og eins og félagar í samtökunum orðuðu það: þau hafa engu að tapa og allt að vinna.