Glanni Glæpur bjargar heiminum

0
492
Stefan Karl robbie

Stefan Karl robbie

20.apríl 2016. Stefán Karl Stefánsson, leikari hefur svo sannarlega ekki lagt fyrir sig ræktun af illri nauðsyn, heldur af hugsjón. 

Sjálfsagt hefði hann í fyrsta lagi leyft sínum grænu fingrum að njóta sín í Kaliforníusólinni, þar sem hann bjó til skamms tíma, ef hann hefið viljað feta auðveldu brautina.

Stefán Karl hefur hins vegar háleitari markmið en þau að reyna að koma sem mestu upp úr jörðinni án tillits til umhverfisins.

Stefán Karl hefur lagt gjörva hönd á margt á starfsævi sinni auk leiklistarinnar og nægir að nefna baráttuna hans gegn einelti, og nú bætist sjálfbær ræktun við.

Stefán Karl þarf auðvitað ekki að kynna enda hefur hann verið í framvarðasveit íslenskra leikara í áratugi og leikið allt frá Cyrano de Bergerac í Þjóðleikhúsinu, til tannlæknisins í Litlu Hryllingsbúðinni á sviði hér heima, að ógleymdum Trölla í söngleiknum Þegar Trölli stal jólunum, á sviði víða í Bandaríkjunum.

En í seinni tíð er Stefán Karl kannski þekktastur fyrir að leika Glanna Glæp í Latabæ sem sýndur hefur verið í meir en 103 ríkjum.

Tæpast draumaland bóndans

Stefán Karl and plant SMALLÍsland er svo sem ekki draumaland bóndans, enda þrífst sú litla ræktun sem þó er einna helst í skjóli mikillar notkunar á innfluttum áburði. Grænmetis og blómarækt er stunduð í gróðurhúsum og þar kemur gnægð orku landsins okkur til góða.

„Við höfum alla þessa orku,“ segir Stefán karl í viðtali við Norræna fréttabréfið, þegar við forvitnumst um litla græna byltingu sem á sér stað í frystigámi í Hafnarfirði.

„Og ísland ætti í rauninni að vera matarkista Norðurlanda og kannski Evrópu. Og svo hef ég líka verið að hugsa um kolefnisspor okkar…“

Auðvitað spillir það ekki fyrir að Stefán Karl og fjölskylda hans bjuggu um nokkurra ára skeið í Bandaríkjunu og það var þegar Stefán Karl gældi við Kaliforníu-drauminn um frægð og frama í Hollywood sem hann fyrst heyrði um svokallaðar grænsprettur.

„Microgreens eða grænsprettur urðu fyrst vinsælar í lok áttunda áratugarins” segir Stefán Karl. „Vísindamenn við Stanford háskóla segja að þeir séu 4-7 sinnum næringarríkari en fullvaxnar plöntur.”

Grænspretturnar eru sem sagt fyrsta grænkan sem vex á plöntunni og eru klipptir af þegar þeir eru aðeins nokkrir sentimetrar. Planta má alls kyns fræjum svo lengi sem skærunum er beitt á réttum tíma.

En þetta er ekki allt og sumt. Plássleysi og vatnsskortur er ekki það fyrsta sem kemur upp í hugann á Íslandi en engu að síður hefur Stefán Karl þessa þætti í sinni ræktun. Grænsprettur eru einkum hentugar til ræktunar segir Google þar sem plássið er lítið.

„Við viljum ekki drekkja landinu okkar í uppistöðulónum“ minnir Stefán Karl á, „og við eigum ekki heldur að dreifa gróðurhúsum út um allt með tilheyrandi ljósmengun“.

Endurnýtir eins og enginn sé morgundagurinn

Þess vegna fannst Stefáni Karli ekkert verra að leita lausna sem henta vel í Macau þar sem 22 þúsund manns búa á hverjum ferkílómetra á meðan Stefán Container SMALL3.2 hýrast á jafnstórri spildu hér á landi. Sem sagt að rækta upp á við.

Stefán Karl sló margar flugur í einu höggi, ræktar upp á við eins og hver annar plásslaus Kínverji, og endurnýtir eins og enginn sé morgundagurin, enda nóg af ónotuðum frystigámum á íslandi.

„Þannig að ég varð mér út um einn slíkan og byrjaði að rækta grænspretturnar. Það vill svo skemmtilega til að ég náði mér í gamla flúrsósent lýsingu á gömlum lager með skrifstofulýsingu sem samrýmist ekki nútíma hollustuháttum. En þó þetta svo óhollt fyrir mannfólkið elskar allt sem er grænt og vænt bláa kalda birtu og ekki nóg með það, heldur hita þessi ljós sem annars færu í ruslið, upp gáminn líka.

Frystigámar eru búnir einangrun sem má nota hvort heldur til þess að halda hita eða kulda inni.

Grænsprettur á hvers manns disk

Stefán Karl er þegar farinn að koma grænsprettunum á markað. Þær eru vinsælar á veitingastöðum og von er á þeim í verslanir. Og brátt verður þörf fyrir annan gám.

Stefán Karl green SMALLEn sagan er ekki öll því Stefán Karl á sér þann draum að ræktunin í frystigámnum geti látið enn meira gott af sér leiða. Plönturnar þurfa að anda og því boraði hann göt og skiptir um loft tuttugu sinnum á klukkutíma, loftið sogast út úr gámnum og annað loft kemur inn.

Grænsprettur nærast á koltvýsiringi og þótt hann hafi enga vísindalega sönnun fyrir því enn sem komið er, dreymir Stefán Karl um að koma frystigámum fyrir í iðnaðarhverfi og skipta út menguninni fyrir hreinna loft þökk sé grænsprettum.

Rignir ekki í suður Kalíforníu

Það rignir kannski aldrei í suður Kaliforníu en að hugsa um að spara vatn á Íslandi virkar á suma eins og að fara sparlega með sand í Sahara.

„Ég veit“, segir frystigámabóndinn í Hafnarfirði. „Já ég veit að margir kunna að hlæja að mér. Ég geri mér grein fyrir að margir segja að við þurfum aldrei að spara og rigningin renni í gegnum hraunið og út í sjó og það skipti engu máli hvort við notum mikið eða lítið af því. En þarf ekki að hreinsa sjóinn? Við getum umgengist náttúruna og landið okkar eins og spikfeitir gráðugir forríkir brjálæðingar og sagt: „Ég á þetta og ég má þetta, það er til nóg af þessu og þetta skiptir ekki máli“.

En ég trúi bara að svo framarlega sem við tileinkum okkur hófsemi og sparsemi í því hvernig við nýtum náttúruna, berum virðingu fyrir henni og Stefán Karl greenförum gætilega, þá verði á endanum nóg fyrir alla.

Hugmyndir Stefáns Karls eru svo sannarlega í samræmi við tíðarandann og stefnu stjórnvalda víða um heim, nú þegar á að hrinda í framkvæmd Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál og Sjálfbæru þróunarmarkmiðunum sem samþykkt voru á síðasta ári.

En hver hefði trúað að það yrði Glanni Glæpur sem bjargaði heiminum!

(Greinin birtist fyrst í apríl-útgáfu Norræna fréttabréfs UNRIC)