Glitnir undirritar samfélagssamning, 15/1 2007

0
489

Glitnir skrifaði í síðustu viku undir Global Compact samninginn sem lítur að samfélagslegri ábyrgð alþjóðlegra fyrirtækja í þeim ríkjum sem þau eru með starfsemi. Bjarni Ármansson, forstjóri Glitnis, segir að Íslendingar hafi mikið fram að færa í umhverfismálum, nýtingu vistvænna orkugjafa og sjálfbærri þróun.

Bjarni segir bankann vera í auknum mæli að hasla sér völl erlendis og sé núna með starfsemi í átta löndum. Með vaxandi umsvifum þurfi bankinn að huga að nýjum málefnum sem bankinn hafi ekki þurft að spá mikið í áður.

Bjarni telur að samstarf við stofnanir Sameinuðu þjóðanna sé leið fyrir Glitni til að gera sig gildandi á þessum vettvangi. Í síðustu viku skrifaði Glitnir undir svokallaðan Global Compact samning sem lýtur að ábyrgð alþjóðlegra einkafyrirtækja gagnvart mannréttindamálum, spillingarmálum og umhverfismálum. Þetta sé nokkuð sem einkafyrirtæki eigi að láta sig varða. (ruv.is 15. janúar 2007)