Góðgerða minnst á dánardægri Móður Teresu

0
511
charity main pic

charity main pic
5.september 2016. Góðgerðastarf, rétt eins og sjálfboðaliðastarf og mannúðarstarf almennt geta aukið félagsleg tengsl, bætt samfélagið og dregið úr verstu þjáningum fórnarlamba stríðs og náttúruhamfara.

Í dag er haldið upp á Alþjóða góðgerðadaginn. Þá er þess minnst að góðgerðastarf er oft kærkomin viðbót við opinbera heilsugæslu, menntun og barnavernd, svo eitthvað sé nefnt.

Þá er framlag góðgerðastarfs búhnykkur í menningar og vísindastarfi, íþróttum og í viðleitni til að vernda menningarlegra og náttúrulega arfleifð. Góðgerðastarf eflir réttindi þeirra sem höllustum fæti standa og njóta minnstra forréttinda og breiðir út boðskap mannúðar þar sem átök standa yfir. Í stuttu máli er góðgerðastarf vatn á myllu viðræðu, samstöðu,og gagnkvæms skilnings milli fólks.

charity pic 2Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti árið 2012 að 5.september ár hvert skyldi vera Alþóðlegur dagur góðgerða í viðurkenningarskyni við starf góðgerðastamtaka og einstaklinga, þar á meðal Móður Teresu.

Dagurinn 5.september var valinn vegna þess að það er dánardagur Móður Teresu, en hún hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1979 og var tekin í dýrlingatölu af Frans páfa í gær.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna leggur áherslu á að góðgerðastarfsemi geti nýst í að ná Heimsmarkmiðunum um Sjálfbæra þróun.

„Góðgerðastarf er eins besta hugsanlega fjárfestingin í sameiginlegri framtíð okkar,” segir Ban í ávarpi á Alþjóða góðgerðadaginn. „Á þessum alþjóðadegi hvet ég fólk um allan heim til að vera hluti af 15 ára bandalagi okkar í þágu mannúðar og aðstoða okkur við að gera Sjálfbæru þróunarmarkmiðin að veruleika fyrir alla íbúa heims.”

Myndir: Börn í Timor-Lesta njóta góðgerða á jólum þökk sé jólagjöfum portúgalskra friðargæsluliða. UN Photo/Martine Perret
Kofi Annan,þáverandi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hitti Móður Teresu að máli í New York nokkrum mánuðum fyrir lát hennar 1997. UN Photo/Evan Schneider