Grænt ljós fyrir Stokkhólm+50

0
641
Stockholm plus 50
Folkets Hus fyrir miðri mynd var vettvangur ráðstefnunnar 1972. UN Photo/Yutaka Nagata

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að boðað verði til fundar í tilefni af fimmtíu ára afmæli svokallaðs Stokkólmsfundar 1972. Hann var fyrsta umhverfismálaþing á vettvangi Sameinuðu þjóðanna og lagði grunninn að stofnun Umhverfisáætlunarinnar (UNEP).

Fundurinn verður haldinn í Stokkhólmi í viku Alþjóða umhverfisdagsins eða 2.og 3.júní 2022.

Yfirlýsing Umhverfismálafundarins í Stokkhólmi er almennt talinn fyrsta skref í þróun alþjóðlegs umhverfisréttar. Þar var mikilvægi heilbrigðis umhverfis fyrir fólk viðurkennt.

50 ár liðin

Stokkhólmur plús 50
Stokkhólmsfundurinn var haldinn í júní 1972. UN Photo/Yutaka Nagata

Ríkisstjórn Svíþjóðar boðar til fundarins með stuðningi Kenía.

Fundurinn ber heitið “Stokkhólmur+:50 heilbrigð pláneta í þágu velmegunar allra – okkar ábyrgð, okkar tækifæri.“  Ákvörðun um að halda hann 2.-3.júní var tekin af Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna.

Áþreifanlegur árangur

Per Bolund umhverfis- og loftslagsráðherra Svíþjóðar segist vonast til að Stokkhólmur+50 muni á áþreifanlegan hátt hraða umskiptum til sjálfbærrar framtíðar. „Við boðum til fundarins á fimmtugsafmæli ráðstefnunnar 1972. Við erum að falla á tíma og brýnna aðgerða er þörf.”

Inger Andersen forstjóri UNEP var fyrr í vikunni falið að stýra undirbúningi fundarins.

„Við þurfum að bretta upp ermarnar til að umbreyta hagkerfi okkar og samfélagi,” segir Andersen. „Með því að minnast Stokkholmsráðstefnunnar, minnumst við líka áfanga á borð við að varðveita ósonlagið 2013 og að stöðva notkun blýs í bensíni,og stöðva útdauða tegunda.”