Grandi skipaður Flóttamannastjóri

0
636
Grandi

Grandi

12.nóvember 2015. Ítalinn Filippo Grandi hefur verið skipaður Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna.

Ban Ki-moon, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tilkynnti skipan hans en   Helle Thorning-Schmidt, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur sóttist einnig eftir starfinu. Starfið losnaði þegar fráfrandi forstjóri Antonio Guterres, fyrrverandi forsætsráðherra Portúgals sagði því lausu í september.

Grandi hefur gegnt ýmsum embættum innan Sameinuðu þjóðanna, nú síðast var hann forstjóri Palestínuhjálparinnar (UNRWA) frá 2005 til 2010, en áður hafði hann starfað fyrir sveit samtakanna í Afganistan og svo um árabil hjá Flóttamannahjálpinni jafnt í aðalstöðvunum sem ríkjum á borð við Afganistan, Súdan, Sýrland, Tyrkland og Írak auk verkefna í Kenía, Benín, Gana, Lýðveldinu Kongó og Jemen.