Grikkir fá Nansen-verðlaunin

0
492
09 06 unhcr nansen Konstantinos resized

09 06 unhcr nansen Konstantinos resized

7.september 2016. Gríski mannréttindafrömuðurinn Efi Latsoudi og björgunarsveitin  Hellenic Rescue Team (HRT)  deila Nansen flóttamannaverðlaununum í ár fyrir aðstoð við flóttamenn í Grikklandi árið 2015.

Það er Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem veita verðlaunin. Grískir sjálfboðaliðar björguðu ekki aðeins flóttamönnum úr sjó, heldur studdu þá einnig við að taka sín fyrstu skref í átt til venjulegs lífs, segir í fréttatilkynningu um veitingu verðlaunanna.

09 06 unhcr nansen Efi resizedBjörgunarsveitin HRT hélt úti vakt allan sólarhringinn til að bjarga flóttamönnum og farandfólki í nauðum. Frú Latsoudi tók að sér þá sem stóðu höllustum fæti í hópi flóttamanna sem komu til eyjarinnar Lesvos.

Nansen flóttamannaverðlaunin eru viðurkenning til handa þeim sem sýnt hafa  framúrskarandi starf í þágu flóttamanna og uppflosnaðs fólks. Eleanor Roosevelt var fyrsti verðlaunahafinn en á meðal annara verðlaunahafa má nefna fyrrverandi flóttakonuna Hawa Aden Mohamed frá Sómalíu og Systur Angelique Namaika frá Kongó.

Verðlaunin eru nefnd eftir norska landkönnuðnum, vísindamanninum, stjórnarerindrekanum friðarverðlaunahafa Nóbels Fridtjof Nansen, en hann var fyrsti Flóttamannastjórinn, þá á vegum Þjóðabandalagsins, fyrirrennara Sameinuðu þjóðanna.

Myndir: Konstantinos Mitragas félagi í  Hellenic Rescue Team. UNHCR/Gordon Welters

Efi Latsoudi við innganginn á PIKPA þorpinu á grísku eynni Lesvos. UNHCR/Gordon Welters