Guterres: „Fjölbreytni er auður en ekki ógn”

0
564
Muslim Timor Leste

 Muslim Timor Leste

17.janúar 2017. António Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til aukinnar pólitískrar, menningarlegrar og efnahagslegrar áherslu á samheldni „til þess að fólk geri sér grein fyrir að fjölbreytni er auður en ekki ógn.”

Aðalframkvæmdastjórinn lét þessi orð falla í ávarpi sem flutt var á myndbandi á fundi háttsettra aðila í því skyni að berjast gegn mismunun og hatri í garð múslima í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York í dag.

Guterres sagði að hatursglæpum gagnvart múslimum hefði víða fjölgað, og útlendingahatur, kynþáttahatur, andúð á gyðingum og annars konar fordómar færðust í vöxt. 

„Á tímum óöryggis er hætt við að fólk sem lítur öðru vísi út sé gert að blórabögglum. Við verðum að berjast gegn kaldrifjaðri viðtleitni við að sundra samfélögum okkar og stilla nágrannanum uup sem “hinum”.”

Aðalframkvæmdastjórinn minnti á að þau gildi sem felast í að fylkja liði, sýna umburðalyndi og skilning væru kjarni margar helstu trúarbragða heims og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

„Eins og segir í hinni helgu bók Kóraninum þá voru þjóðir og ættbálkar skapaðir til þess að hafa kynni hver af öðrum. Fólk alls staðar hefur þörf fyrir að finna að menningarleg sérkenni þess séu viðurkennd og finna á sama tíma að það tilheyri samfélaginu í heild. Eftir því sem þjóðfélög verða fjölþjóðlegri og fjöltrúarlegri, eykst þörfin fyrir póítiska, menningarlega og efnahagslega áherslu á samheldni, til þess að fólk sjái réttilega, að fjölbreytni er auður en ekki ógn,“ sagði Guterres í ávarpi sínu til fundarins.

Fastanefndir Bandaríkjanna, Kanada, Samtaka um samvinnu íslamskra ríkja og sendinefnd Evrópusambandsins skipulögðu ráðstefnuna í sameiningu í því skyni að beina kastljósinu að auknum vanda sem felst í mismunun og andúð á múslimum og vekja athygli á úrræðum.Together Logo format 05 resized

Guterres sagði að Sameinuðu þjóðirnar hefðu hleypt af stokkunum herferðinni „Saman“ (Together) síðastliðið haust til þess að efla virðingu, öryggi og reisn allra.

„Saman getum getum við risið upp gegn fordómum og í þágu mannréttinda. Samn getum við brúað bil. Saman getum við umbreytt ótta í von. Fyrir íslamska bræður okkar og systur – og mannkynið allt.“

Guterres gat ekki verið viðstaddur fundinn því hann sækir Alþjóðaefnahagsmálaþingið í Davos í Sviss.

Mynd: Múslimi á Timor-Leste UN Photo/Martine Perret.