ANTÓNIO GUTERRES, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna

0
806
Alþjóðlegur dagur kvenna
António Guterres

António Guterres, níundi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna tók við embætti 1.janúar 2017. Hann var endurkjörinn af Allsherjarþinginu og sór embættiseið öðru sinni 18.júní 2021. Kjörtímabili hans lýkur í árslok 2026.

Guterres var forstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) frá júní 2005 til desember 2015.

Hann var í rúma tvo áratugi í ríkisstjórn og í opinberri þjónustu í Portúgal og var forsætisráðherra landsins frá 1995 til 2002. Guterres var kosinn á prortúgalska þingið 1996 og sat þar í 17 ár.

Hann var forseti Alþjóðasambands sósíalista frá 1995 til 2005.

Guterres er félagi í Club de Madrid, félagsskap fyrrverandi lýðræðislega kjörinna forseta og forsætisráðherra alls staðar að úr heiminum.

Guterres fæddist í Lissabon árið 1949 og lauk prófi í verkfræði frá Instituto Superior Técnico. Hann talar portúgölsku, ensku, frönsku og spænsku reiprennandi. Hann er kvæntur Catarina de Almeida Vaz Pinto, varaborgarstjóra Lissabon á sviði menningar. Hann á tvö börn, stjúpson og þrjú barnabörn.