Guterres: „hreinskilnar viðræður” í Moskvu

0
555
Blaðamannafundur í Moskvu í dag
Blaðamannafundur í Moskvu í dag. Mynd: UN

Antonio Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segist hafa komið í dag til Moskvu til að tala máli friðar og átt „hreinskilnar viðræður” við Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands. (Færslan er uppfærð með fundi Guterres og Pútins).

Frá fundinum Guterres og Lavrovs í dag.
Frá fundinum Guterres og Lavrovs í dag. Mynd: Sþ.

Markmið mitt og málflutningur snýst eingöngu um að bjarga mannslífum og lina þjáningar fólks,” sagði Guterres á sameiginlegum blaðamannafundi hans og Lavrovs.

Ég átti hreinskilnar viðræður við utanríkisráðherrann Sergei Lavrov og það er alveg ljóst að það eru tvær ólíkar skoðanir um það sem er að gerast í Úkraínu.”

Annars vegar segðu Rússar að þeir væru að sinna “sérstökum hernaðaraðgerðum” með markmiðum sem þegar hefði verið lýst.

Að mati Sameinuðu þjóðanna, í samræmi við ályktanir Allsherjarþingsins, er innrás Rússlands í Úkraínu brot á landamærum Úkraínu og brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna. En það er mín dýpsta sannfæring að því fyrr sem þessu stríði lýkur, því betra fyrir íbúa Úkraínu, Rússlands og alls heimsins,” sagði Guterres.

Sameinuðu þjóðirnar hafa ítrekað hvatt til vopnahlés til að vernda óbreytta borgara og liðka fyrir pólitískum viðræðum til að leita lausnar á deilum.”

Aðalframkvæmdastjórinn hitti Vladimir Pútin forseta Rússlands síðdegis. 

Á fundi þeirra tveggja ítrekaði aðalframkvæmdastjórinn afstöðu Sameinuðu þjóðanna í málefnum Úkraínu. Þeir ræddu tillögur um mannúðaraðstoð og brottflutning óbreyttra borgara frá átakasvæðum, sérstaklega í tengslum við ástandið í Mariupol.

Forsetinn samþykkti í grundvallaratriðum að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóðaráð Rauða krossins tækju þátt í brottflutningi óbreyttra borgara frá Azovstal verinu í Mariupol.

Samræningarskriftofa mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum (OCHA) og rússneska varnarmálaráðuneytið munu halda viðræður um þetta áfram.

Neyðarástand í Mariupol

Á blaðamannafundinum varaði Guterres við því að blóðugir bardagar ættu sér stað í Donbass.

Ég hef áhyggjur af ítrekuðum fréttum af brotum á alþjóðlegum mannúðar og mannréttindalögum og hugsanlegum stríðsglæpum. Þörf er á óháðri rannsókn.”

Ég hef lagt til að stofnaður verði hópur um hjálparstarf með þátttöku Rússlands, Úkraínu og Sameinuðu þjóðanna til að leita leiða til að tryggja öryggi á ákveðnum svæðum með staðbundnum vopnahléum til þess að tryggja að þetta sé skilvirkt.”

Hann sagði að það væri neyðarástand innan neyðarástands í Mariupol.”

Fundur Guterres og Lavrovs í dag.
Fundur Guterres og Lavrovs í dag. Mynd. UN

Sameinuðu þjóðirnar eru reiðubúnar að fylkja liði sínu og beita öllum tiltækum úrræðum til að bjarga mannslífum í Mariupol.”

Hann hvatti til samráðs á milli stríðandi fylkinga, Sameinuðu þjóðanna og Alþjóðaráðs Rauða krossins til að tryggja öruggan brottflutning óbreyttra borgara, jafnt í Azovstal verksmiðjunni og í Mariupol borg og koma aðstoð til skila.

Þjáningar víða um heim

Aðalframkvæmdastjórinn fjallaði einni í máli sínu um þær höggbylgjur” sem dunið hefðu á heiminum í kjölfar innrásarinnar.

Hrikalegar verðhækkanir á matvælum og orku, sem þegar var farið að gæta á síðasta ári, valda nú miklum þjáningum hundruð milljóna fólks í heiminum, einmitt þeirra sem standa hvað höllustum fæti fyrir,” sagði Guterres. “Því fyrr sem friður kemst á, því betra fyrir Úkraínumenn, Rússa og allan heiminn.”

Guterres hitter Pútin Rússlandsforseta síðar og á fimmtudag á hann fundi með ráðamönnum í Kyiv.