Guterres hvetur til endurnýjunar samfélagssáttmála heimsins

0
492

 António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur til þess að samfélagssáttmáli heimsins verði endurnýjaður til þess að endurskapa traust og félalgslega samheldni. Þetta er kjarni tillagna sem hann hefur tekið saman að beiðni aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.

Á meðal tillagna hans eru að takast á við upplýsingaóreiðu, ráðast gegn undanskotum frá skatti, auka félagslega vernd og endurskoða útreikning þjóðarframleiðslu.

Sameiginleg áætlun

Tillögurnar eru hluti af skýrslu sem kennd er við Sameiginlega áætlun (Our Common Agenda) og kemur út í dag 10.september. Rekja má tilurð skýrslunnar til 75 ára afmælis Sameinuðu þjóðanna. Þá fór fram umfangsmikið samtal og könnun á viðhorfi almennings í heiminum. Í kjölfarið fóru aðildarríkin fram á að aðalframkvæmastjórinn skilaði þeim tilllögum um hvernig væri hægt að bæta alþjóðlega stjórnarhætti í þágu núverandi og komandi kynslóða.

Covid-19 hefði átt að vekja okkur af værum blundi, en við erum að sofa yfir okkur,“ sagði Guterres þegar hann kynnti Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna skýrsluna í dag.

„Heimsfaraldurinn hefur sýnt fram á að okkur hefur mistekist að fylkja liði og taka sameiginlegar ákvarðanir í allra þágu, jafnvel þegar við höfum horfst í augu við lífshættulegar, brýnar alheims-hamfarir.“

Guterres kynnir skýrsluna á Allsherjarþinginu í dag.

Á meðal helstu tillagna eru:

 • Að takast á við upplýsingaóreiðu sem hefur staðið heiminum fyrir þrifum og binda enda á “stríðið gegn vísindum”. Teknar verði saman siðareglur til að efla heilindi í opinberu upplýsingastarfi.
 • Að ráðast gegn skattsvikum og umfangsmiklu undanskoti frá skatti, peningaþvætti og ólöglegum fjármagnsflutningum með nýjum ramma um ráðvendni í fjármálum.
 • Efla þarf á ný hugsun okkar um mannréttindi, sér í lagi á netinu.
 • Félagslegri vernd ber að ná til allra, þar á meða heilsugæsla. Stefna ber að því marki á Félagsmálaráðstefnunni 2025.
 • Uppræta ber ofbeldi gegn konum og stúlkm og tryggja fulla þjóðfélagslega þátttöku þeirra á janfréttisgrundvelli. Líta ber sérstakega á þessi atriði í viðbrögðum við hamförum. Fylgja þarf þessu eftir með alheims-herferð til höfuðs skaðlegum félagslegum viðmiðum.
 • Leiðrétta þarf hvernig árangur og velmegun eru mæld, með viðbótum við núverandi mælingu þjóðarframleiðslu. Tryggja ber að hagnaður sé ekki á kostnað fólksins og jarðarinnar.
 • Skýrslan Sameiginleg áætlun( Common Agenda ) byggir á mörgum þeirra hugmynda sem fram komu í árslöngu könunarferli í tengslum við 75 ára afmæli Sameinuðu þjóðanna. Rúmlega 1.5 milljón manna í öllum 193 aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna tóku þátt. Fram kom öflugur stuðningur við alþjóðlega samvinnu og ósk um öflugra, almennara milliríkjasamstarf í framtíðinni.

Í skýrslunni eru hugmyndirnar reifaðar og settar fram tilllögur til úrbóta.

Sameiginlega áætlunin er aðgerðaáætlun. Henni er ætlað að efla og hraða framkvæmda milliríkjasamninga. Sérstaklega á það við um Áætlun 2030, eða Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun. Markmiðið eru áþreifanlegar breytingar á  lífi fólks.

Erindreki framtíðarinnar

 • Á meðal annara tillagna má nefna:
  Róttækar aðgerðir í menntamálum, verkmenningu og fullorðinsfræðslu fyrir Leiðtogafund um menntun 20221 (Transforming Education Summit in 2022).
 • Skipan sérstaks erindreka komandi kynslóða. Erindrekinn verður málsvari þeirra 10.9 milljarða manna sem búist er við að fæðist á þessari öld.
 • Tafarlaust verði hrynt í framkvæmd áætlun um almennar COVID-19 bólusetningar um allan heim.
 • Viðbragðshæfni fyrir hnattrænar hamfarir verði bætt með stofnun sérstaks neyðarvettvangs sem tæki til starfa sjálfkrafa við slíkar aðstæður.
 • Þá verði leiðtogafundur framtíðarinnar boðaður til að leita eftir samstöðu um helstu hnattrænu vandamál; svo sem frið, loftslagsaðgerðir eftir 2030, sameiginlega stafræn gæði og útgeiminn.

Hér má sjá skýrsluna í heild: https://www.un.org/common-agenda-report