Guterres hvetur til uppgjörs við jarðefna-eldsneytisiðnaðinn

0
13
Guterres í ræðustól í Náttúrusögusafni New York.
Guterres í ræðustól í Náttúrusögusafni New York.

Loftslagsbreytingar. Jarðefna-eldsneyti. António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur ráðist harkalega á jarðefna-eldsneytisiðnaðinn í ræðu á Alþjóðlega umhverfisdeginum 5.júní. Í ræðunni hvatti hann til þess að „tekið yrði á” jarðefna-eldsneytisiðnaðinum, sem hann sakaði um að hafa varið milljörðum dala í að blekkja almenning.

„Við verðum að bjóða þeim birginn í jarðefna-eldsneytisiðnaðinum, sem hafa sýnt af sér linnulausan ákafa í að hindra framfarir svo áratugum skiptir,” sagði aðalframkvæmdastjórinn í ræðu á bandaríska náttúrusögusafninu í New York.

„Milljörðum dala hefur verið sóað í að afskræma sannleikann, blekkja almenning og sá fræjum efasemda.“

Lagt er til að fjölmiðlar leggi olíu og tóbak að jöfnu og hafni auglýsingum
Lagt er til að fjölmiðlar leggi olíu og tóbak að jöfnu og hafni auglýsingum. Mynd: Nicholas Jeffway/Unsplash

Banna auglýsingar jarðefna-eldsneytis

Hann benti á að margar ríkisstjórnir hafi bannað eða takmarkað auglýsingar vara, sem sköðuðu heilsu manna, svo sem tóbaks.

 „Ég hvet öll ríki til að banna auglýsingar frá fyrirtækjum í jarðefna-eldsneytisiðnaðinum. Og ég hvet fjölmiðla- og tæknifyrirtæki til að hafna auglýsingum um jarðefnaeldsneyti.“

Hann hvatti jarðefna-eldsneytisiðnaðinn til að fjárfesta „gríðarlegan gróða” sinn í umskiptum til hreinnar orku. Um leið skoraði hann á fjármálstofnanir að hætta að fjárgmagna  „eyðilegginguna af völdum jarðefnaeldsneytis.“

Olía, gas og kol eru á meðal jarðefnaeldsneyta.
Olía, gas og kol eru á meðal jarðefnaeldsneyta. Mynd: Erik Mclean.

Við erum á leið í öfuga átt

Guterres gerði að umtalsefni nýjar tölur sem leiðandi loftslagsvísindamenn birtu í dag. Hann viðurkenndi að næstum tíu árum eftir undirritun Parísarsamningsins um viðnám við loftslagsbreytingum héngi markmiðið um 1.5° hámarks-hlýnun jarðar á bláþræði.

„Sannleikurinn er sá að losun koltvísýrings í heiminum verður að minnka um níu prósent á ári á hverju ári til 2030 til að hlýnunin haldist innan 1.5°. Við erum á leið í öfuga átt. Síðasta ár jókst losunin um eitt prósent.“

Hann minnti á að afleiðingar enn frekari hlýnunar væru meðal annars hrun íshellunnar á Grænlandi og röskun Labrador hafstraumsins, sem gæti breytt verulega veðurmynstrum í Evrópu.

Íshella Grænlands kanna hrynja ef hitastig heldur áfram að hækka
Íshella Grænlands kanna hrynja ef hitastig heldur áfram að hækka. Mynd: obias Keller/Unsplash

Í hvaða liði eru leiðtogarnir?

„Við höfum allt sem við þurfum til að bjarga okkur,“ sagði Guterres „Við verðum tryggja eins örugga framtíð og hægt er fyrir íbúana og plánetuna. Það þýðir að grípa til brýnna aðgerða á næstu 18 mánuðum: skera niður losun, vernda fólkið og náttúruna frá loftslags-öfgum, auka loftslags-fjármagn og bjóða jarðefna-eldsneytisiðnaðinum birginn.”

Hann þakkaði ungu fólki, borgaralegu samfélagi, borgum, héruðum, fyrirtækjum og öðrum sem hafa verið í fylkingarbrjósti í baráttunni fyrir öruggari, hreinni heimi.

„Þið eruð réttu meginn í sögunni. Þið talið fyrir hönd meirihlutans. Haldið því áfram. Ekki missa kjarkinn. Ekki missa vonina. Sameinuð getum við sigrað. En það er kominn tími til að leiðtogar geri upp við sig í hvaða liði þeir eru. Á morgun er of seint.“

Sjá nánar hér.