Guterres í Bútsja: Rannsókn og reikningsskil nauðsynleg

0
503
Guterres í Úkraínu.
Guterres í Úkraínu. Mynd: UN Photo/Eskender Debebe

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsótti í dag Bútsja í Úkraínu þar sem fjöldi óbreyttra borgara var drepinn á meðan Rússar hersátu borgina. Guterres hvatti til „rækilegrar rannsóknar og reikningskila“ vegna meintra stríðsglæpa sem þar hefðu verið framdir.

 António Guterres í Bucha
António Guterres í Bucha Mynd: UN Photo/Eskender Debebe

„Mér er efst í huga við að sjá þennan hræðilega vettvang, hve mikilvægt það er að rækileg rannsókn og reikningsskil“ eigi sér stað,“ sagði Guterres blaðamönnum í Bútsja.

„Ég fagna því að Alþjóða glæpadómstóllinn hafi tekið málið að sér og saksóknari hans´ hafi þegar verið hér. Ég styð Alþjóða glæpadómstóllinn heilshugar og hvet Rússland til samstarfs við hann. En þegar talað er um stríðsglæpi má ekki gleymast að stríðið sjálft er verst glæpurinn.“

Viðræður við Zelenskyy

Aðalframkvæmdastjórinn er í Úkraínu til að eiga viðræður við Volodymyr Zelenskyy forseta og aðra ráðamenn í Kyiv.

António Guterres í Kyiv.
António Guterres í Kyiv.
Mynd: UN Photo/Eskender Debebe

Áður heimsótti hann nokkra staði sem orðið hafa illa úti í innrás Rússa í Úkrainú, þar á meðal Borodyanka. „Þegar ég sé þessi eyðilögðu hús, get ég ekki orða bundist. Ég ímynda mér að fjölskylda mín hafi búið í einu þessara húsa sem nú eru sótsvört og í rúst. Ég sé fyrir mér stelpurnar, barnabörn mín, hlaupa í burtu skelfingu lostnar og hluti af fjölskyldunni kannski drepinn…Og þegar ég horfi á þetta er hugur okkar auðvitað með fórnarlömbunum.“