Guterres krefst róttækra aðgerða í loftslagsmálum

0
758
Guterres UN75
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. UN Photo/Mark Garten

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til róttækra aðgerða í loftslagsmálum í ræðu sem hann hélt nú síðdegis um „ástand plánetunnar” í Colombia háskóla í New York.  

„Núna er rétti tíminn til að ákveða djarfar nýjar skuldbundingar til þess að auka metanð og aðgerðir. Þetta er nauðsynlegt til að byggja upp með sjálfbærni og þolgæði að leiðarljósi eftir faraldurinn,“ sagði Guterres í ræðu sem var flutt um fjarfundarbúnað. „Við þurfum að mynda öflugt bandalag til að ná því takmarki að nettó losun verði engin.“

Góð teikn á lofti

Oil Norway
Glenn Beltz (CC BY 2.0)

Aðalframkvæmdastjórinn sagði að jákvæð teikn væru á lofti þar sem væru tilkynngar Kína, Evrópusambandsins, Japans og Suður-Kóreu auk nokkura af stærstu fyrirtækjum heims, borga og héraða.

„Evrópusambandið hefur skuldbundið sig til að álfan verið sú fyrsta sem nær kolefnisjafnvægi fyrir 2050. Ég á von á því að sambandið muni draga úr losun um að minnsta kosti 55% miðað við 1990 fyrir 2030.“

Í ræðunni sýndi Guterres fram á hvernig mannleg virkni hefið valdið skaða á náttúrulegu umhverfi okkar, og stuðlað að neyðarástandi í loftslagsmálum og hruni  fjölbreytni lífríkisins.

„Við skulum vera skýr og skorinorð. Athafnir mannsins hafa valdið því að við erum á leið til óskapnaðar. En það þýðir líka að athafnir mannsins geta stuðlað að því að leysa vandann. AÐ friðmælast við náttúruna er stærsta verkefni 21.aldarinnar. Það verður að vera helst, langhelsta markmið allra, alls staðar.“

Aðalframkvæmdastjórinn hvatti ríkisstjórnir til að stöðva byggingu nýrra kolaorkuvera. Auk þess að stöðva fjármögnun kolaorku hvort heldur sem er heimafyrir eða á alþjóðavettvangi.

Þar að auk hvatti hann til nýrrar kolefnis-hugsunar. „Það er kominn tími til að verðleggja kolefni…að færa skattbyrðina frá tekjum yfir á kolefni, frá skattgreiðendum til mengunarvalda.“

Mannkynið herjar á náttúruna

Fjölbreytni lífríkisins
Mandarín fiskur. Mynd: Dorothea OLDANI – Unsplash

Guterres málaði dökka mynd af Ástandi plánetunnar”. Fjölbreytni lífríkisins væri í bráðri hættu því ein milljón tegunda væri í útrúmingarhættu. Heilu lífskerfin hyrfu og tíu milljónir hektarar skóglendis yrðu eyðileggingu að bráð á hverju ári.

„Ástand plánetunnar er einfaldlega bágborið. Kæru vinir, mannkynið herjar á náttúruna. Þetta er hreinasta sjálfsvíg. Náttúran mun alltaf svara í sömu mynt og hún er nú þegar að gera það af mikilli hörku.“

Þessu til viðbótar kynnit aðalframkvæmdastjórinn tvær nýjar skýrslur frá stofnunum innan vébanda Sameinuðu þjóðanna. Hann sagði að „að þær sýndu óvéfengjanlega hve nærri við værum loftslags-hamförum.“

  • Samkvæmt skýrslu Alþjóða veðurfræðistofnunarinnar (WMO) er útlit fyrir að 2020 verði eitt af þremur heitustu árum sem um getur í heimum. Og það þrátt fyrir La Nina hafstraumurinn valdi kælingu. Síðastliðinn áratugur hafi verið sá heitasti frá upphafi og hitastig sjávar hafi slegið met.
  • Á norðurskautinu var 2020 einstaklega hlýtt eða 3 gráðum á Celsius yfir meðallegi. 5 gráðum hlýrra var í norðurhluta Síberíu.
  • Íshellan á skautinu hefur aldri verið þynnri.
  • Grænlandsjökull heldur áfram að rýrna og tapar 278 gígatonnum á ári.
  • Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP) bendir til að vissulega hafi losun og mengun minnkað um tíma vegna COVID-tengdra lokana. Engu að síður hafi magn koltvísýrings í andrúmsloftinu aldrei verið meiri og ekkert lát sé á aukningu.
  • Losun CO2 er 62% meiri nú en þegar loftslagsviðræður hófust 1990.

Dagur hafsins„Nú stefnir í ógnvænlega 3 til 5 gráðu aukningu á þessari öld,“ sagði Guterres um þessar tölur.

„Niðurstöður vísinda er skýrar. Til þess að halda hækkun hitastigs innan við 1.5 gráðu á Celsius frá því fyrir iðnbyltingu, er nauðsyn að minnka notkun jarðefnaeldsneytis um 6% á hverju ári frá því nú til 2030.

Þess í stað heldur heimurinn í þveröfuga átt – og nú er útlit fyrir 2% aukningu á ári.“

Græni viðsnúningurinn 

Að mati Guterres „er tími til komminn að ýta á græna takkann.“

Það sé ekki aðeins möguleiki á að ná fyrri stöðu helur sé hægt að umbreyta henni. Sjálfbært efnahagslíf knúið endurnýjanlegri orku, skapi ný störf, hreinni innviði og þolgóða framtíð.

„Við verðum að grípa þetta tækifæri og ýta af stað hreyfingu,“ sagði aðalframkvæmdastjórinn. „Helsta markmið Sameinuðu þjóðanna 2021 er að stofna alheimshreyfingu í þágu kolefnisjafnvægis.“

Hann sýndi fram á að enduuppbygging eftir COVID-19 og endurreisn plánetunnar séu tvær hliðar á sama pening.

Kolefnisjafnvægi fyrir 2050

Til þess að svo megi verða, beri að hafa þrennt að leiðarljósi. Stuðla beri að kolefnisjafnvægi innan þriggja áratuga. Fjármálakerfi heimsins beri að aðlagast markmiðum Parísasamningsins um loftslagsbreytingar. Og loks þurfi að verða vatnaskil til þess að aðlagast loftslagsbreytingum, sérstaklega í þágu þess fólks og þeirra ríkja sem höllustum fæti standa.

„Við höfum vegvísa. Áætlun 2030 og Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun auk Parísarsamningsins. Nú þurfum við að umbylta samskiptum mannkynsins við heim náttúrunnar og innbyrðis samskipti okkar sjálfra“, sagði aðalframkvæmdastjórinn að lokum í yfirferð sinni um ástand plánetunnar.