Guterres segir alið á sundrungu á atkvæðaveiðum

0
769
Guterres UN75
António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. UN Photo/Mark Garten

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kynnti í dag ákall um aðgerðir í þágu mannréttinda á ráðherrafundi Mannréttindaráðs samtakanna í Genf.

„Ég er kominn á fund Mannréttindaráðsins…til að ýta úr vör ákalli um aðgerðir,“ sagði Guterres.

„Og ég kem nú – á 75.afmælisári Sameinuðu þjóðanna- vegna þess að mannréttindi eru skotspónn árása…Fólk er skilið eftir. Ótti vex. Flokkadrættir aukast. Sumir leiðtogar færa sér í nyt fram að ystu mörkum kvíða til að breikka gjár á milli fólks . Öfugsnúnar pólitískar reikningskúnstir hafa skotið rótum sem fela í sér að sundra fólki til að auka atkvæðafjölda.“

Í ræðu sinni sagði Guterres að ákallið um aðgerðir næði til sjö sviða þar sem „samhæfð viðleitni gæti haft ruðningsáhrif í þágu framþróunar eða dregið úr hættu á afturför.”

Sviðin sjö sem Guterres nefndi í ræðu sinni eru:

Réttindi í fyrirrúmi í sjálfbærri þróun
„Langflest heimsmarkmiðanna og undirmarkmiða eiga sér samsvörun í lagalega bindandi mannréttinda ákvæðum sem hvert aðildarríki hefur undigengist.”
Réttindi á hættutímum.
„Ég vil leggja áherslu á að jafnvel nauðsynlegar aðgerðir til höfuðs hryðjuverkum mega ekki grafa undan mannréttindum. Annars eru þær öfugvirkandi.“
Jafnrétti kynjanna.
„Sú viðleitni hefst á heimavígstöðvunum. Frá 1.janúar ríkir kynjajafnvægi í æðstu stórn Sameinuðu þjóðanna 90 karlar og 90 konur skipa stöður framkvæmdastjóra og aðstoðarframkvæmdastjóra.“
Þátttaka almennings.
„Við munum taka saman áætlun fyrir allt okkar kerfi sem miðar að þvi að efla og vernda borgaralegan vettvang og valdefla borgaralegt samfélag.“
Réttindi komandi kynslóða.
„Loftslagsváin er alvarlegasta ógnun við framtíð okkar sem tegundar og er nú þegar ógnun við mannréttindi um víða veröld.“
Sameiginlegar aðgerðir.
„Fjölþjóðasamskipti verða að vera opnari, með breiðara tengslanet og hafa mannréttindi í forgrunni.“
Ný svið mannréttinda.
„Framþróun í andlitsgreiningingar-forritum, vélmennum, stafrænum sérke3nnum og líftækni má ekki grafa undan mannréttindum, auka á ójöfnuð og vera vatn á myllu fyrirliggjandi mismununar.“