Guterres sker upp herör gegn skrifræði

0
570
Guterrres speech

Guterrres speech

3.janúar 2017. António Guterres sagði að kasta yrði fyrir róða þeirri spennitreyju skrifræðis sem hamlaði starfi samtakanna, þegar hann tók til starfa sem aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í dag.

Guterres2Guterres ávarpaði starfsfólk þegar hann kom til vinnu í morgun og sagði að það væri sér mikil ánægja og forréttindi að koma aftur til starfa hjá samtökunum en hann var Flóttamannastjóri Sameinuðu þjóðanna í áratug en lét af því starfi fyrir ári.

Hann sagðist ekki gera sér neinar gyllivonir um skjótan árangur því „við lifum á erfiðum tímum.”

Auk þess að skora skrifræðið á hólm sagði hann að brýn þörf væri á umbótum í þróunarstarfi samtakanna.

„Þetta krefst mikillar vinnu af okkar hálfu en einnig samtala við aðildarríkin til þess að yfirvinna þann klofning sem enn ríki innan samtakanna.”

Myndir: Guterres ávarpar starfsfólki í morgun og býður Amina J. Mohammed, nýjan vara-aðalframkvæmdastjóra velkominn til starfa. 

UN Photo/Rick Bajornas