Guterres: skýrsla loftslagsnefndar er rauð aðvörun fyrir mannkynið

0
957

António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að ný skýrsla vinnuhóps IPCC, Loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna þýði „rauða aðvörun fyrir mannkynið.”

„Hringingar viðvörunarbjallnanna eru ærandi og sönnunargögnin eru óhrekjanleg: gróðurhúsalofttegundir frá brennslu jarðefnaeldsneytis og eyðing skóga eru að kæfa plánetuna okkar og setja líf milljarða manna í hættu,” segir aðalframkvæmdastjórinn í yfirlýsingu.

Guterres loftslagsmál COVID-19Í nýjustu skýrslu fyrsta vinnuhóps Loftslagsnefndarinnar sem kynnt var í dag hafa vísindamenn séð dæmi um breytingar loftslags jarðar í öllum heimshlutum og í öllu loftslagkerfinu. “Margar þessara breytinga eiga sér engin fordæmi þótt leitað sér aftur þúsundir eða jafnvel hundruð þúsunda ára. Sumar breytinganna sem þegar hafa orðið, svo sem hækkun yfirborðs sjávar, eru áfturkræfar næstu hundruð til þúsunda ára,” segir í yfirlýsingu vinnuhóps Loftslagsnefndarinnar.

Engu að síður telur vinnuhópurinn að öflug og varanleg minnkun losunar koltvísýrings (CO2) og annara gróðurhúsalofttegunda geti takmarkað loftslagsbreytingar. Gæði andrúmsloft myndu batna fljótt en það tæki 20-30 ár að sjá breytingar á hitastigi jarðar.

Samkvæmt skýrslu IPCC er ekki langt í að hlýnun jarðar fari yfir einnar og hálfrar gráðu markið.

„Hlýnunin nemur nú 1.2 gráðum og fer hækkandi. Hlýnunin hefur aukist hröðum skrefum undanfarna áratugi. Hvert gráðubrot skiptir máli. Uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda hefur aldrei verið meiri í andrúmsloftinu. Öfgaveðurfar og náttúruhamfarir af völdum loftslagsins verða sífellt algengari og öflugri. Þess vegna verður Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna í Glasgow síðar á árinu afar mikilvæg,” segir Guterres.

Hætta ber nýrri olíuleit

Aðalframkvæmdastjórin segir skýrt hvað beri að gera.

„Þessari skýrslu ber að vera rothögg fyrir kola og jarðefnaeldsneyti áður en þau ganga af plánetunni dauðri. …Ríkjum ber að hætta allri nýrri olíuleit og vinnslu. Frá og með 2030 þarf að ferfalda sólar og vindorku-vinnslu og þrefalda fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. Þetta er nauðsynlegt til þess að ná því marki að nettó losun gróðurhúsalofftegunda verði engin um miðja öldina.“

Í lok yfirlýsingarinnar segir Guterres:

„Ef við leggjumst öll á eitt núna, getum við afstýrt loftslagshamförum. En eins og skýrslan sem kom út í dag sýnir fram á megum við engan tíma missa og það er ekkert ráðrúm fyrir afsakanir. Ég treysti því að oddvitar ríkja og aðrir sem hlut eiga að máli tryggi að COP26, loftslagsráðstefnan verði árangursrík.“

Inger Andersen forstjóri UNEP, Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna ávarpaði Loftslagsnefndina á blaðamannafundi hennar í dag.  

“Þið hafið varað okkur í þrjá áratugi við þeim hættum sem fylgja því að láta plánetuna hitna. Heimurinn hlustaði en heyrði ekki. Heimurinn hlustaði en aðhafðist ekki nóg. Af þeim sökum eru loftslagsbreytingar orðnar slíkt vandamál sem raun ber vitni. Enginn er öruggur og ástandið versnar hratt. “

“Við verðum að takast á við loftslagsbreytingar sem aðsteðjandi hættu, rétt eins og við verðum að skera upp herör gegn þeirr vá sem steðjar að náttúrunni þegar fjölbreytni lífríkisins minnnkar, og mengun og sóun færast í vöxt,” sagði Andersen.