Hægt að helminga ágang á skóga jarðar

0
456
alt

Með því að fjárfesta andvirði fjörutíu millljarða Bandaríkjadala á ári í trjáiðnaðinum, er hægt að minnka ágang á skóga heimsins fyrir árið 2030, auka skógrækt um 140 prósent fyrir 2050 og skapa milljónir nýrra starfa, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP).
Fjárfestingin er aukning um 0.034% þjóðarframleiðslu heimsins á ári. alt

Skýrslan var kynnt í Nairobi í Kenía á alþjóðlega umhverfisdaginn 5. júní.

Aðgerðirnar sem lagðar eru til, gætu einnig fangað eða eytt 28% meira af kolefni í andrúmsloftinu en nú er og verið umtalsvert framlag í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Fjárfestingin væri aukning um tvo þriðju hluta í þessum geira. 

Hlutverk skóga var þema alþjóðlega umhverfisdagsins 2011 sem einnig er Alþjóðlegt ár skóga hjá Sameinuðu þjóðunum með áherslu á tengsl skóga og kolefnasnauðs græns hagkerfis.

„Við höldum upp á umhverfisdaginn 2011 Rio+20 ráðstefnan hefst í Brasilíu en þar munu ríki heims koma saman og reyna að finna nýtt og ákveðnara svar við áskorunum á sviði sjálfbærrar þróunar á 21. öld,” segir Achim Steiner, forstjóri UNEP.