Hækkandi matarverð getur leitt til ófriðar

0
440

7. apríl 2008 –Forstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) skoraði í dag á ríki heims að bregðast við ákalli um auknar fjárveitingar. Varaði forstjórinn við því að uppþot á borð við þau sem orðið hafa á Haítí og víðar vegna hækkandi matarverðs, gætu breiðst út.  

“Það sem gerðist á Haíti er í takt við það sem við upplifum á mörgum þeirra staða þar sem við höfum starfsemi. Þegar matarverð hækkar, kemur minna í hlut þeirra sem líða hunguir. Hungrið tekur á sig nýja mynd: matvælin eru til en það eru sífellt fleiri sem hafa ekki efni á mat,” segir Josette Sheeran, forstjóri WFP. 
Fjórir létust í óeirðum út af hækkandi matarverði á Haíti í siðustu viku. Í kjölfarið hvatti WFP veitendur aðstoðar enn einu sinni til að efla stuðning við starf WFP á Haítí.  
Hingað til hefur WFP einungis fengið 13% eða $12.4 milljónir þess fjár sem nauðsynlegt er til að aðstoð 1.7 milljónir manna á Haítí sem er fátækasta ríki vesturheims. Af þessum sökum hefur áætlunin tæpast bolmagn til að halda verkefni sínu áfram út aprílmánuð.  
“Uppþotin á Haítí undirstrika þörfina á aukinni aðstoð til að bjarga mannslífum,” segir frú Sheeran. “Á þessum erfiðu tímum verðum við að styðja við bákið á íbúum Hátíi og annara þeirra ríkja sem standa höllustum fæti vegna hækkandi matarverðs.” 
WFP tilkynnti í síðasta mánuði að farið hefði verið fram á 500 milljóna dala aukaframlög til að brúa bil í fjárhagsáætlunum sem orðið hefur vegna hækkandi matar- og eldsneytisverðs. Hækkanir nema 55% frá því í júní á síðasta ár