Hækkum róminn – ekki yfirborðið

0
459

WED 2014 EN L

5. júní 2014. Loftslagsbreytingar kosta 140 þúsund manns lífið að meðaltali á hverju ári. Að sögn Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa loftslagsbreytingar ekki aðeins áhrif á umhverfið heldur valda þær ójafnvægi í vistkerfum, stofna matvælaframleiðslu í hættu og valda ágangi á vatnsbirgðir.

Þetta er ekki eina hættan sem stafar að umhverfinu.

Vísindamenn telja að hundruð milljóna tonna af plasti mengi höfin, og eyði og eitri drykkjarvatn okkar og matvæli. Þegar vatnið berst að vörum okkar, eru líkur á því að það sé eitrað – nema að við gerum eitthvað í málinu.

Fimmta júní er haldið upp á Alþjóða umhverfisdaginn. Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna segir að það sé nauðsynlegt að visa til föðurhúsanna “þeirri bábilju að það sé andstaða á milli efnahags- og umhverfismála.”

“Að þessu sinni beinum við sjónum okkar á Alþjóða umhverfisdaginn að smáum eyríkjum. Þau framleiða varla gróðurhúsalofttegundir að heitið getur, en engu að síður verða þau harðast úti í loftslagsbreytingum. Mörg þeirra verða fyrir barðinu á sífellt hvassari vindum og enn önnur kunna að verða hafinu að bráð ef yfirborð sjávar hækkar.”

Af þessum sökum segir Ban í ávarpi sínu á Alþjóða umhverfisdaginn: “Hækkum róminn – ekki yfirborð sjávar.”

 “Plánetan Jörð er okkar sameiginlega eyja. Við skulum taka höndum saman um að vernda hana.”