Hagvöxtur er ekki allt

0
482

Mogens Lykketoft, þar áreiðanlega ekki langan aðlögunartíma til að taka við starfi forseta Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna, svo hokinn af reynslu sem hann er í dönskum- og alþjóðlegum stjórnmálaum. Hann er nánast jafnaldri Sameinuðu þjóðanna, því hann verður sjötugur í byrjun næsta árs, örfáum vikum eftir að haldið verður upp á afmæli samtakanna.

Hann kemur til starfa sem forseti sjötugasta Allsherjarþingsins sem fráfarandi forseti Folketinget, danska þingsins, en hann hefur gegn ráðherraembættum utanríkis- og fjármála í Danmörku og formennsku í danska jafnaðarmannaflokknum. Hann er fyrsti forseti Allsherjarþingsins, hugsanlega næst-valdamesta embætti Sameinuðu þjóðanna eftir að Svíinn Jan Eliasson stýrði þinginu fyrir hartnær áratug. Lykketoft er í viðtali sem Norðurlandabúi mánaðarins hjá SÞ í fréttabréfinu.-Hvert verður þýðingarmesta verkefni forsetatíðar þinnar á Allsherjarþinginu?
“Það er ekki auðvelt að svara þeirri spurningu því það þarf að lyfta Grettis-taki á öllum þremur helstu starfsviðum Sameinuðu þjóðanna en þau eru þróun, friður og öryggi og mannréttindi. En víst er að Sjálfbæru þróunarmálin eru fyrst á dagskrá og leitðogafundur helgaður þeim sem byrjar 25.september – strax á eftir ræðu páfans á Allsherjarþinginu.
Ég geng út frá því að páfinn fjalli aðallega um loftslagsbreytingar í framhaldi af hirðisbrréfi sínu og  við skulum ekki gleyma því að sjálfbær þróun fjallar líka um loftslagsbreytingar. Segja má á Sjálfbæru þróunarmarkmiðin séu metnaðarfull tilraun til að taka saman áætlun um að útrýma fátækt í heiminum á næstu 15 árum og tryggja að það sé gert með sjálfbærum hætti, hvort heldur sem er umhverfislega- eða félagslega. Þetta er margslungið mál en hjá því verður ekki komist. Það er í rauninni mjög hvetjandi að öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna geti komið sér saman um þessi 17 tengdu markmið í þágu sjálfbærrar þróunar.”

-Þúsaldarmarkmiðin um þróun voru áþreifanleg markmið, en hvernig metum við árangur Sjálfbæru þróunarmarkmiðanna?

“Þetta er annars konar yfirýsing en Þúsaldarmarkmiðin. Að þessu sinni er tekist af meiri hörku á við umhverfis- og loftslagsmál í bland við baráttuna gegn fátækt. Sú barátta er ekki háð einöngu á grundvelli hagvaxtar í hefðbundnum skilningi, heldur snýst hún EINNIG um að dreifa gæðum og afrakstri upp á nýtt innan og á milli landa.

Þetta er svo stórt verkefni, að það er ekki hægt að ætlast til að féð sé sótt til hefðbundinnar þróunaraðstoðar. Það er mikilvægt að þróuðum ríkjum sé haldið fast við 0.7% af þjóðarframleiðslu renni til þessa málaflokkar og það gengur allt of seint að ná því marki. Það þarf hins vegar miklu meira fé til að standa straum af kostnaði við loforð um umbreytingu og félagsleg loforð um að útrýma bæði umhverfis- og fátæktarvandanum í heiminum. Til viðbótar eiga ríki að koma á fót stofnunum, lausum við spillingu, sem geta innheimt skatt. Þetta snýst um alþjóðlegt samstarf um að berjast gegn skattsvindli og skattaskjólum með það að markmiði að ríki hafi fleiri tekjustofna til að fjármagna aðgerðir.
Enn má nefna að stefnt skal að því að skapa ber hagstætt umhverfi með það fyrir augum að einkageirinn og lífeyrissjóðir hafi kjark til þess að leggja í þær langtímafjárfestingar, sem nauðsynlegar eru til þess að kosta umhverfis- og loftslagsumbreytingar.

Þannig að mælikvarðinn á árangur er ekki síst sá að þrátt fyrir hrakspár fyrir fimm árum síðan, hefur aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna tekist að sameinast um jafn umfangsmikil Sjálfbær þróunarmarkmið og raun ber vitni. Síðan má bæta því við að fyrir Sjálfbæru þróunarmarkmiðin mun það verða prófraun að sjá hvort loftslagssamkomulag næst á leiðtogafundinum í París í desember, því það er prófraun á hvort hinir valdamestu í þessum heimi geta staðið við stóru orðin.

–Brátt verður nýr aðaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna valinn, einhverja hugmynd um hver hreppir hnossið?

“Nei það hef ég ekki. En ég komst að raun um á fundum með helstu heimshlutasamtökum innan samtakanna sem ég sat í apríl síðastliðnum, að það er mikill vilji til að Allsherjarþingið taki þátt í tilnefningar- og ráðningarferlinu. Við vitum að þetta hefur í raun og veru ekki verið raunin hingað til því ríkin sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu hafa átt lokaorðið um ráðningu nýs aðalframkvæmdastjóra. En engu að síður er að aðildarríkin í gegnum Allsherjarþingið hafi möguleika á að tilnefna frambjóðendur og að þeir sitji fyrir svörum.”

-Sumir segja að Sameinuðu þjóðirnar hafi hreppt mótvind á Norðurlöndum? Það hefur verið niðurskurður í útgjöldum til þróunarmála, ekki síst í Finnlandi?

“Já því er ekki að leyna. Það er ekki aðeins niðurskurður í Finnlandi heldur hefur nýja danska stjórnin kynnt verulegan sparnað í þróunaraðstoð. Og já vissulega hef ég áhyggjur af þessu því að Danmörk hafa verið, eins og Norðurlöndin öll, einn af hornsteinum í fjármögnun Sameinuðu þjóðakerfisins og ýmissa stofnana samtakanna.”

-Ég talaði um mótvind. Má kannski líka tala um að Norðurlönd hafi mætt móvindi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þau hafa hvorki náð kjöri til Öryggisráðs né Mannréttindaráðs á undanförnum árum. Skipta Norðurlönd ekki jafn miklu máli og áður innan Sameinuðu þjóðanna?

„Það er ljóst að við höfum lent í mótvindi í þessum kosningum sem þú nefndir og það verður spennandi að sjá hvernig Svíum reiðir af í kosningu til Öryggisráðsins.  En ég er líka þakklátur fyrir stuðning Norðurlanda við framboð mitt til forystu í Allsherjarþinginu. Og það skipti verulegu máli til að fá stuðning í Vestur-Evrópuhópnum við framboðið. En það er alveg ljóst að Sameinuðu þjóðirnar hafa breyst á undanförnum áratugum. Það hafa mörg ný aðaldarríki bættst við sem hafa ekki sömu nánu tengsl og hlýlegt viðhorf til Norðurlanda.”


–Að lokum: eru Norðurlöndin sterk sameinuðu innan Sameinuðu þjóðanna eða eru slík viðhorf úrelt með tilliti til mismunandi tengsla þeirra við Evrópusambandið?
“Ég tel að það sé eftir sem áður mikilvægt að Norðurlöndin hafi sameiginlega afstöðu, ef samkomulag næst, enda eru þau framfarasinnað afl þegar meginsjónarmið samtakanna eru annars vegar, hvort heldur sem er í þróunarmálum, lausn alþjóðlegra deilumála eða mannréttindi. Þar höfum ágætrar sameigilegrar stöðu og það gerum við líka í viðleitni okkar til að knýja áfram starf Sameinuðu þjóðanna, þar á meðal efnahagslega og ég vona að við getum sameinast um það, líka þegar fram líða stundir.!