Handaband við djöfulinn

0
473

Sandluna portrait

24. janúar 2015. Hún ákvað að snúa sér að mannúðarmálum þegar hún komst að því hvað greinar hennar og sjónvarpsfréttir breyttu litlu þegar hún vann við stríðsfréttamennsku á Balkanskaganum á tíunda áratugnum.

Á ferli sínum síðan hefur hún þurft að fást við stríðsherra á Sri Lanka og pyntingameistara í Eþíópíu. Nú vinnur hún við að finna flóttamönnum griðland á vegum Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR). Annika Sandlund frá Finnlandi er Norðurlandabúinn hjá SÞ að þessu sinni. 

Þú hefur starfað lengi fyrir Sameinuðu þjóðirnar en hvernig byrjaði það?

Balkan 

Ég ákvað að snúa mér að hjálparstarfi eftir að hafa verið í blaðamennsku í mörg ár. Ég var ung blaðakona og blaut á bakvið eyrun þegar stríðin á Balkanskaga geisuðu og ég var vonsvikin yfir því hve litlu greinar mínar og seinna sjónvarpsfréttir, fengu áorkað.  

Þótt maður eigi ekki að taka afstöðu, hvorki sem blaðamaður né hjálparstarfsmaður, þá er staðreyndin sú að í öllum átökum eru ofsækjendur og ofsóttir.  

Ég umgengst bæði blaðamenn og hjálparstarfsmenn á Balkanskaganum. Ég gerði mér grein fyrir að hjálparstarfsmenn gátu breytt daglegu lífi fólks og ég hreyfst af því hve sumir gátu í krafti persónuleika síns og umboðs samræmt starf ólíkra samtaka, einstaklinga og stofnana. Ég fór á námskeið samhliða blaðamennskunni í alþjóðarétti og bætti svo öðru við. Að lokum steig ég skrefið til fulls og tók ársfrí til að ljúka námi í alþjóðalögum. 

Ég vildi hjálpa þeim sem minna mega sín. Þess vegna lá líka beint við að starfa hjá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna. ”

Sandlund hefur nýverið flutt sig um set til Genfar en var áður fimm ár í Tyrklandi en þar bar hún ábyrgð á ferli til þess að velja svokallaða kvótaflóttamenn úr hópi sýrlenskra flóttamanna.

Þú berð starfstitilinn ”resettlement officer” en hvað felur það í sér?

Í því starfi bar ég ábyrgð á 25 manna teymi sem tók viðtöl við flóttamenn til þess að búa til skýrslur um hvern og einasta, en það er nauðsynlegt til að leita hælis fyrir þá.  Á fimm árum í Tyrklandi tók ég mér aldrei hádegishlé nema til þess að bjóða nýja starfsmenn velkomna.”

Hver er stærsta áskorun sem þú hefur lent í sem starfsmaður SÞ?

Sri Lanka„Á Sri Lanka þurfti ég að semja nánast daglega við stríðsherra úr röðum uppreisnarmanna Tamíla, en hann hefði nánast örugglega átta að draga fyrir dómstól. Ég þurfti að tala við hann til að fá barnahermenn látna lausa. Í Eþíópíu fékk ég far eftir langa fundi í innanríkisráðuneytinu hjá manni sem bar beina ábyrgð á deild í öryggislögreglunni sem pyntaði þá sem hugsuðu öðruvísi. Ég notaði tengsl mín við hann til að fá fangelsaða flóttamenn látna lausa. Í mannúðarstarfi verður maður að vinna í þágu allra sem falla undir málaflokkinn, og það geta verið barnahermenn sem hafa manndráp á samviskunni eða flóttamenn sem hafa lagt hendur á konu sína, ekki bara saklausa og ”góða”. Hjálparstarfsmenn verða að gera málamiðlanir og jafnvel ”semja við fjandann” til að ná tilætluðum árangri. Ég held ég hafi ekki séð fyrir allar þær siðferðisspurningar sem hjálparstarfsmenn þurfa að svara, kannski ekki daglega, en engu að síður býsna oft.”

Hvernig gengu að samræma starfið á vettvangi við fjölskyldulífið? 

Book coverÉg hef reyndar skrifað bók um þetta efni. Ég held að það sé mikilvægast að makinn hafi áhuga á heiminum og skilji að vinnan er ekki frá 9 til 5. Ég missti af tveggja ára afmæli dóttur minnar vegna sandbyls í norður Eþíópíu. Ég á vini sem hafa endurskipulagt jólahátíðina til að hún falli betur að vinnunni.“

Er eitthvað sérstaklega norrænt i því hvernig þú nálgast starfið?

Ég hef orðið að læra á goggunarröð og hversu mikilvæg hún er. Auðvitað er slíkt til heima í Finnlandi, en í blaðamennskunni skipti engu máli hvaðan góð hugmynd kom, jafnvel þótt hún væri komin frá húsverðinum.
Ég veit ekki hvort það er sérstaklega norrænt en ég reyni að hlusta á skoðanir allra og ræða ólíkar lausnir. Ég á líka erfitt með að sætta mig við fólk sem er uppfullt af eigin ágæti, en því miður höfum við okkar skerf af slíku fólki innan SÞ.“

(Úr Norræna fréttabréfi UNRIC, janúar 2015)