Hans Corell: jafnvígur á Hávamál og Twitter

0
478

 Corell cropped4

Ambassador Hans Corell var valinn Sameinuðu þjóða vinur ársins 2013 í vali Félags Sameinuðu þjóðanna í Svíþjóð.

Corell sem er fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri og aðallögfræðingur Sameinuðu þjóðanna, hefur verið virkur í umræðum um alþjóðamál frá því hann settist í helgan stein árið 2004. Greinarhöfundur hitti Corell í september síðastliðnum og þegar ég var kynntur fyrir honum sem íslenskur embættismaður Sameinuðu þjóðanna, gerði hann sér lítið fyrir og flutti eftir minni orðrétt erindi úr Hávamálumeilan! Fundum okkar bar saman í kirkjugarði í Uppsölum en þar vorum við viðstaddir þegar Viktoría Krónprinsessa Svía, Kofi Annan, fyrrverandi framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, Jan Eliasson, varaframkvæmdastjóri samtakanna, lögðu blómsveig að leiði Dags Hammarskjöld, framkvæmdastjóra SÞ sem lést 1961. Að því loknu var Corell álitsgjafi þegar Annan og Eliasson ræddu heimsmálin á sviði í Uppsalaháskóla og notaði tækifærið til að hvetja stúdenta til að láta fulltrúa ríkjanna sem eiga fast sæti í Öryggisráðinu heyra það á samskiptamiðlum eins og Facebook og Twitter, fyrir að bregðast skyldu sinni í málefnum Sýrlands!

Í viðtali við Corell spurði ég hvers vegna hann væri svo gagnrýninn á Öryggisráðið?

-Hvað ber því að gera?

Annan swedenÁstandið í Sýrlandi er sorglegur vitnisburður um hve ráðið hefur brugðist í því að sameinast þegar mest á ríður, í þessu tilfelli að vernda þjóð sem er fórnarlamb alvarlegra alþjóðlegra glæpa. Ég er ekki eitt augnablik að leggja til að ráðið hefði átt að beita valdi þegar upp úr sauð. En ef ráðið hefði brugðist við af alvöru, einbeitni og í sameiningu þá hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir núverandi ástand. Fastir meðlimir Öryggisráðsins verða einfaldlega að taka þátt í umræðu um hvernig samvinna þeirri í framtíðinni verði í grundvallaratriðum. Sérstaklega verða þeir sem eiga fast sæti í ráðinu að koma sér saman um hvar beri að draga línu sem feli í sér að sé farið yfir hana þýði það Öryggisráðið verði að taka á málinu, með valdi ef nauðsyn krefur. Ef slíkt merki verður ekki gefið, þýðir það í raun og veru að menn sitja með hendur í skauti og bíða eftir næsta Sýrlandi hvar sem er í heiminum þar sem skortir lög og reglu og lýðræði. Ég ræddi þetta mál ýtarlega í ræðu í desember síðastliðnum.“

-Þú hefur málefni Vestur-Sahara til þín taka svo að um munar. Hvers vegna?

“Ég verð að byrja á því að rifja upp bréf sem ég skrifaði í krafti embættis míns sem Aðstoðarframkvæmdastjóri og aðallögfræðingur Sameinuðu þjóðanna til forseta Öryggisráðsins 29. Janúar 2002.  Öryggisráðið bað um lögfræðilegt álit mitt á lögmæti meintra aðgerða marokkóskra yfirvalda en þau höfðu undirritað samninga við erlend fyrirtæki um nýtingu tiltekinna steintegunda í jörðu í Vestur-Sahara. Niðurstaða mín var sú að ef leit og nýting færi fram í óþökk og í andstöðu við hagsmuni íbúa Vestur-Sahara, bryti slíkt í bága við alþjóðalög um nýtingu steintegunda í jörðu á  landssvæðum sem ekki hefðu sjálfsstjórn. Ég hef síðar upp á eigin spýtur þróað hugsanir mínar um náttúruauðlindir á þessu svæði. (Sjá hér, hér og hér.)

Ég hef sérstaklega áhyggjur af framgöngu Evrópusambandsins varðandi fiskveiðar í hafinu undan ströndunum. Það segir sína sögu að í bókun með samningi Evrópusambandsins og Marokkó um samvinnu í fiskveiðum (EU-Morocco Fisheries Partnership Agreement (FPA)) frá síðasta ári, 2013, er ekki minnst á Vestur-Sahara, hvað þá lagalegar skyldur samningsaðila við þessar aðstæður. Frá lagalegu sjónarmiði er þetta algjörlega óásættanlegt! Og það er dæmigert að nokkrum dögum áður en Evrópuþingið samþykkti samninginn, 10.desember 2013, ræddi fulltrúi Marokkó um Vestur-Sahara sem marokkóska Sahara á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. (Sjá hér á blaðsíðu 14). Ég legg til að þingmenn kynni sér stuttan bækling: Réttarríki – leiðbeiningar fyrir stjórnmálamenn

Corell Ban-Þú áttir sem aðstoðarframkvæmdastjóri á lagasviði innan Sameinuðu þjóðanna þátt í stofnun stríðsglæpadómstóla. Nú sér fyrir endann á starfi dómstólsins fyrir fyrrverandi Júgóslavíu. Hafa þessi dómstólar þjónað hlutverki sínu?

“Svo sannarlega! Það er mjög mikilvægt að sýna og sanna að tekið er á alvöru á refsileysi. Þegar ég starfaði sem erindreki um stríðsglæpi í fyrrverandi Júgóslavíu 1992 til 1993 sannfærðist ég fyllilega um algjöra nauðsyn þess að stofna alþjóðlegan stríðsglæpadómstól til þess að fjalla um ástandið á Balkanskaga. Þegar ég gekk til liðs við Sameinuðu þjóðirnar 2004 átti ég þátt í stofnun dómstóla út af Rúanda, Sierra Leone og Kambodíu. Loks var ég fulltrúi framkvæmdastjórans við á ráðstefnunni sem samþykkti Rómar-reglugerðinni um stofnun Alþjóðaglæpadómsólsins. Innan skamms verður hann eini alþjóðadómstóllinn sem fjallar um þá alvarlegu glæi sem falla undir lögsögu hans. Við skulum vona að Alþjóðaglæpadómstóllinn geti sinnt sínu mikilvæga hlutverki í framtíðinni. En ég hef talsverðar áhyggjur ekki síst vegna þess hvernig hann hefur tekið á ástandinu í Kenía en ég hef fylgst með því í sex ár sem lagalegur ráðgjafi Kofi Annan og málsmetandi afrískra einstaklinga sem Afríkusambandið skipaði til að aðstoða Kenía eftir ofbeldisölduna sem fylgdi í kjölfar kosninganna 2007.”

-Þú vannst náið með tveimur framkvæmdastjórum Sameinuðu þjóðanna og þekkir verk annara. Hver framkvæmdastjóranna stendur upp úr að þínu mati?

Corell Annan Hussein„Ég hika við að svara spurning af þessu tagi, ekki síst af því ég vann ekki með þeim öllum. Ég hitti aldrei Dag Hammarskjöld. En ég var námsmaður í heimaborg hans, Uppsölum og var umsjónarmaður í útför hans árið 1961. Seinna kynntist ég honum af lestri bóka hans, svo sem Markings og hinnar frægu ræðu um hlutverka alþjóðlegra embættismanna í Oxfor 1961. Ég held að hann hafi verið framúrskarandi maður. Ég naut þess svo auðvitað að vinna með Boutros Boutros-Ghali í þrjú ár og Kofi Annan í sjö ár, auk samskipta við hann í sambandið við Kenía 2008-13.
Það gefur auga leið að svo langt samstarf markar spor. Mitt mat er að Hammarskjöld og Annan munu verða fyrir valinu í sögubókum framtíðarinnar. Og sem meðlimur í Hammarskjöld nefndinni er það auðvitað von mín að Allsherjarþingið fari að ráðum skýrslu okkar frá september 2013 og hefji nýja rannsókn á dauða hans í Ndola í norðurhluta Ródesíu, nú Sambíu árið 1961. Það eru komin fram ný gögn sem ætti að rannsaka.”

Um Hans Corell

Corell starfaði um árabil fyrst í sænska dómsmálaráðuneytinu og síðan utanríkisráðuneytinu þar sem hann fékk nafnbót sendiherra. Hann varð aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna og aðallögfræðingur samtakanna 1994 og gegndi því starfi til 2004.

Frá því hann lét af störfum hefur hann gegnt ýmsum störfum sem lögfræðingur, meðal annars á vettvangi alþjóðlegra samtaka lögmanna, lagadeildar Brandeis háskóla og Alþjóðalagastofnunarinnar í Haag. Hann var stjórnarformaður Raoul Wallenberg stofnunarinnar í Mannréttindum og mannúðarlögum í Lundi frá 2006-2012.

Ljósmyndir: efst: Corell með viðurkenninug sænska FN Förbundet, Jan Eliasson, Kofi Annan og Viktoría Krónprinsessa við leiði Dag Hammarskjöld, Corell og Ban Ki-moon, Corell ásamt m.a. Kofi Annan og Saddam Hússein, þáverandi forseta Íraks.