Heilbrigð höf, heilbrigð jörð

0
509
flickr Josh Evnin 20 Generic CC BY SA 20 main

flickr Josh Evnin 20 Generic CC BY SA 20 main

7.júní 2016. Hafið er hjarta jarðarinnar. Hafið er drifkraftur alls þess sem gerir jörðina byggilega fyrir mannkynið. Heimshöfin sjá okkur ekki aðeins fyrir drykkjarvatni, mat, súrefni og farvegi fyrir viðskipti og samgöngur, heldur hafa þau áhrif á veðurfar og hýsa alls kyns lífverur.

Hafið hefur mikla efnahagslega þýðingu fyrir jarðarbúa. Höfin þekja 75% yfirborðs jarðar og eru 97% af vatni heimsins og því þarf það ekki að koma á óvart að þrír milljarðar manna hafa lífsviðurværi sitt úr hafinu og lífríki strandhéraða. Um fimm af hundraði af vergri þjóðarframleiðslu heimsins á rætur að rekja til sjávarútvegs og skildra atvinnugreina.

UN Photo Martine PerretÍ ljósi alls þessa er óhætt að fullyrða að heilbrigði heimshafanna er þýðingarmikið fyrir líf mannsins. Því miður vill þetta oft gleymast og mikil umhverfisspjöll hafa orðið í hafinu. Um 40% heimshafa hafa orðið fyrir barðinu á virkni mannsins vegna mengunar, ofveiddra fiskistofna og tapaðs lífríkis strandhéraða.

Alþjóðlegur dagur hafsins er haldinn árlega 8.júní og er gott tækifæri til að heiðra og vernda heimshöfin. Þema dagsins í ár er ,,Heilbrigð höf, heilbrigð jörð” og er lögð sérstök áhersla á aðgerðir gegn plastmengun.

Plastmengun er mikill skaðvaldur því plast brotnar hægt niður og því mengar það um langt flickr Stefan David 20 Generic CC BY SA 20árabil.
Talið er að öreindir úr plasti megi finna á yfirborði 88% allra fimm heimshafanna.

Alþjóðlegur dagur hafsins er gott tækifæri til að minna okkur öll á þýðingarmikið hlutverk heimshafanna í daglegu lífi okkar og mikilvægi þess að jarðarbúar taki höndum saman um að bjarga hafinu, áður en það er orðið of seint.

Sjá nánar hér og hér 

Myndir: 1.) Flickr_Josh_Evnin__20_Generic_CC_BY-SA_20_main.jpg

2.) UN Photo: Martine Perret. 

3.) Flickr Stefan David 20 Generic CC BY SA 20