Heilförin

0
471

Barnanna minnst sérstaklega

Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna 27. janúar á Alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb helfararinnar:

HOlocaustEin og hálfmilljón gyðingabarna lést í Helförinni – fórnarlömb ofsókna Nasista og stuðningsmanna þeirra.

Tugir þúsunda annara barna voru einnig myrt. Þar á meðal var fatlað fólk auk fólks af Róma og Sinti-kyni. Allt var þetta fólk fórnarlömb hatursfullrar hugmyndafræði.

Alþjóðlegi dagurinn til minningar um fórnarlömb Helfararinnar er tileinkaður börnunum; stúlkunum og drengjunum sem stóðu andspænis hryllingi og illsku.
 
Mörg urðu munaðarlaus af völdum stríðsins, eða voru hrifsuð af fjölskyldum sínum. Mörg létust af völdum sultar, sjúkdóma eða fyrir morðingja hendi.

Við munum aldrei vita hvað þessi börn hefðu getað fært heiminum. Og á meðal eftirlifenda eru margir sem voru of illa skelkaðir til að segja sögu sína. Í dag gefum við þessum frásögnum rödd.

Það er af þessum sökum sem Sameinuðu þjóðirnar halda áfram að kenna hina almennu lærdóma sem draga má af Helförinni.

Það er af þessum sökum sem við reynum að efla réttindi barna og glæða vonir hvarvetna og alls staðar.

Við munum lengi enn sækja innblástur í framúrskarandi mannúð manna á borð við Raoul Wallenberg en í ár er öld liðin frá fæðingu hans.

Í dag minnumst við allra þeirra sem týndu lífi í Helförinni, ungra sem aldinna. Ég hvet allar þjóðir til þess að slá skildi yfir hina berskjölduðu án tillits kynþáttar, litarháttar, kyns eða trúarbragða.