„Heima er þar sem hjartað slær”

0
545
HOME Nico

HOME Nico
22.september 2016. Bubbi Morthens var í hópi þeirra sem kölluðu sig farandverkamenn í kringum 1980.

Fátt er ramm-íslenskra en söngvar Bubba, um það geta flestir verið sammála. Gúanorokkið, sem hann spilaði í upphafi farsæls tónlistarferils, varð til í frístundum í verbúðum allt í kringum landið. Farandverkafólk, eins og Bubbi og bróðir hans Tolli, leitaði þangað sem vinnan var hverju sinni og fór oftast en þó ekki alltaf aftur til síns heima.

Nú orðið er sjaldnar talað um farandverkafólk, en orðið farandfólk – þýðing á migrants– er að reyna að vinna sér þegnrétt í málinu. Farandfólk er fólk sem hleypir heimdraganum og heldur til annara ríkja, jafnvel heimsálfa, í leit að betri tíð. 

HOME Bubbi Morthens

Norðurlönd hafa langa reynslu af því að flytja á milli landa og eru Íslendingar sjálfir augljósasta dæmið. Ekki má heldur gleyma þvi að allt að fimmtungur íbúa sumra Norðurlandanna flutti búferlum til vesturheims á 19.og 20.öld.

Þá hafa Norðurlönd í áranna rás skotið skjólshúsi yfir pólitíska flóttamenn og má sem dæmi nefna að rússneski byltingarmaðurinn Lev Trotskí var um tíma landflótta í Noregi og Bertolt Brecht í Svíþjóð og Finnlandi og Íslendingar skutu skjólshúsi yfir píanóleikarann rússneska Vladimir Ashzkenazy og skákmeistarann Bobby Fischer.

Tekið hefur verið við stórum hópum Palestínumanna á Norðurlöndum, bátafólki frá Víetnam, ungverskum flóttamönnum 1956, og í seinni tíð fólki á flótta frá stríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu, þjóðarmorðinu í Rúanda, að ógleymdu ofríkinu í Eritreu.

Björgun nánast allra gyðinga í Danmörku til Svíþjóðar á árum síðari heimsstyrjaldarinnar vakti verðskulda aðdaáun heimsbyggðarinnar.

home Anna OrlovskaMargir nafntogaðir Norðurlandabúar í dag eru af flóttamönnum eða farandfólki komnir. Á Íslandi nægir að nefna Bubba Morthens sem á danska móður og norsk-íslenskan föður; hinn hálf-katalónska Baltasar Kormák og Önnur Láru Orlowska, ungfrú Ísland 2016. Þá er ástæðulaust að gleyma því að tvær síðustu forsetafrúr Eliza Reid, Dorrit Moussaieff og sú fyrsta Georgía Björnsson eru af erlendum uppruna.

HOME Zlatan2Frægasti Svíi í heimi, knattspyrnuhetjan Zlatan Ibrahimović er sonur innflytjenda frá fyrrverandi Júgoslavíu. Og leikararnir Edda Magnason og Sverrir Guðnason sem fengu Guldbagge-verðlaunin – sænsku Eddu-verðlaunin- 2014 fyrir leik í Monica Z, eru af íslenskum uppruna eins og nöfnin gefa til kynna. 

Ólafur Elíasson, einn þekktasti listamaður Norðurlanda er alíslenskur en foreldrar hans fluttu til Danmerkur, þar sem hann ólst upp. Af öðrum Dönum má nefna að baráttukonan gegn sóun matvæla, Selina Juul er af rússneskum uppruna og einn þekktasti veitingamaður Danmerkur, Anh Lê er upprunin í Víetnam.

Anh Lê DKÍ Noregi hafa rappararnir Nico & Vinz frá annars vegar Fílabeinsströndinni og hins vegar Gana gert allt vitlaust og sýrlenski flóttamaðurinn Mani Hussaini, er upprennandi pólitísk stjarna.

Sama máli gegnir um afgönsku flóttakonuna Nasima Razmyar í Finnlandi, sem hefur haslað sér völl í stjórnmálum, rétt eins og HOME Nasima Razmyarmillivegalengdahlauparinn Wilson Kipchumba Kirwa frá Kenía.

Ef farið er lengra aftur þá er sænska konungsfjölskyldan komin af Jean-Baptiste Bernadotte, einum hershöfðingja Napoleons Frakkakeisara. Norska konungsfjölskyldan flúði til Bretlands í síðari heimsstyrjöldinni og Haraldur V Noregskonungur minnti á það nýverið í ræðu að fyrir rúmri öld flutti forfaðir hans til Noregs frá Danmerkur og tók við konungdómi.

HOME King Harald„Norðmenn eru líka innflytjendur frá Afganistan, Pakistan, Póllandi, Svíþjóð, Sómalíu og Sýrlandi,“ sagði Haraldur konungur.

„Það er ekki alltaf skýrt hvaðan við komum, hvaða þjóð við tilheyrum. Heima er þar sem hjartað slær. Það rúmast ekki alltaf innan landamæra.“

En hvað eru helstu hindranir í veg þeirra, sem flytjast til annara landa, hvort heldur sem er í leit að betra lfi eða á flótta undan átökum og ofsóknum?

Við leituðum til tveggja einstaklinga í Finnlandi og Noregi, og ekki þarf að koma á óvart að tungumál bar fyrst á góma.

Góðar móttökur í byrjun skipta sköpum

Rita Kostama, var kosin flóttakona ársins í Finnlandi 2016, en hún flúði þjóðarmorð í Rúanda og kom til Finnlands frá Senegal sem svokallaðurRita Kostama Home is where the heart is kvótaflóttamaður árið 1998.

Nú er Rita atvinnurekandi, gift kona og móðir. Fyrstu kynni Ritu af Finnlandi voru jákvæð: þar ríkti ró og allt varhreint. Hún gat gleymt, að minnsta kosti um stund sinni erfiðu lífsreynslu.

„Tungumálið var þrándur í götu, ég gat hvorki haldið áfram námi né fundið vinnu.

Síðar varð ég fyrir mismunun á vinnustað þar sem ég hafði unnið í tíu ár. Árum saman voru einföld og endurtekningarsöm verk hlutskipti mitt jafnvel þegar ég var búin að ljúka viðskiptafræðiprófi og mörg önnur störf voru í boði innan fyrirtækisins.“

Shahin bilde home is where the heart isShahin Gorgij er rithöfundur og námsmaður frá Kabúl í Afganistan, sem kom til Noregs 1990. Faðir hans var pólitískur flóttamaður sem flúði írönsku byltinguna og settist að í nágrannaríkinu Afganistan. Þar hitti hann móðir Shahins. Ofsóknunum linti hins vegar ekki og fjölskyldan tók sig upp að nýju og flúði að þessu sinni til Noregs.

„Það hlýtur að hafa verið erfitt fyrir foreldra mína að læra nýtt tungumál og venjast nýju umhverfi og nýju samfélagi sem þau þekktu hvorki haus né sporð á. Það er ekki auðhlaupið að byrja nýtt líf, vitandi að maður hefur sagt skilið við allt og alla; það hlýtur að vera jafn ógnvekjandi og að kynnast nýju landi.“

En hver er lykillinn að árangri fyrir fólk í þessum sporum?

Rita Kostama segir að góðar móttökur í byrjun séu þýðingarmiklar. „Hvernig komið er fram við mann í byrjun skiptir miklu máli, tilfinningalega, fyrir framhaldið. Hlýjar móttökur eru grundvöllur jákvæðra tilfinninga og maður sannfærist um að allt muni fara vel.

Annað er menntun. Menntun er mikilvæg og borgar sig alltaf. Hún auðveldar manni að fá vinnu og opnar dyrnar fyrir því að taka þátt í viðskiptum og atvinnurekstri. Jafnvel þegar einar dyr lokast, gerir menntun manni kleift að leita möguleika annars staðar.

Nám er líka hluti af aðlögun. Í námi hittir maður nýtt fólk og lærir hefðir landsins. Auk þess þroskast tungumálakunnáttan, og maður lærir að þekkja réttindi sín og fær tækifæri til að vera virkur samfélagsþegn.

Þriðja atriðið er svo vinna. Það er ekki bara mikilvægt efnahagslega heldur líka andlega, að vinna.”

Shahin Gorgij segir að það sé mikilvægt að vera opinn og þakklátur að fá tækifæri, sem flóttamaður, að byrja upp á nýtt: „Að taka þátt í nýju samfélagi, að bera virðingu fyrir margbreytileikanum og aðlagast til að verða hluti af þjóð sem mynduð er af mismundandi hópum. Það er mikilvægt að minna flóttamenn frá hverju þeir flýðu. Það er líka mikilvægt að viðhalda sambandi við nýja borgara sem koma sem flóttamenn. Flóttamenn vilja athygli og hjálp. Þeir vilja vera virkir í norsku samfélagi. Hættan er sú að þeir verði utangátta ef þeir komast ekki inn í rútínu samfélagsins í skóla, vinnu og svo framvegis. Norskt samfélag er lýðræðislegt í uppbyggingu sinni. Það er kjarninn og hornsteinninn í fjölþjóða-Noregi. Það er áríðandi fyrir alla að minnast þess.”

(Birtist fyrst í Norræna fréttabréfi UNRIC 19.september 2016)

Myndir: Nico og Vinz: M.Krobath. ANS Press Society News/ https://creativecommons.org/licenses/by-nd/2.0/

Bubbi Morthens. Helgi Halldórsson/https://creativecommons.org/licenses/by-sa/2.0/

Zlatan Ibrahimović: WFP

Anna Lára Orlowska. Miss Iceland.

Anh Lê /UNHCR

Haraldur 5.Noregskonungur: Ole Haug/ https://creativecommons.org/licenses/by-nc-nd/2.0/

 Nasima Razmyar Jukka-Pekka Flander/SDP/ https://creativecommons.org/licenses/by-nd/2.0/

Rita Kostama/einkasafn

Shahin Gorgij/einkasafn.