Heimsins mikilvægasta ár

0
422

SG-video-action-2015 SB

22.janúar 2015. Það er ekki að ástæðulausu að árið 2015 er talið sérstaklega þýðingarmikið í heiminum og þá ekki síst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna.  Vefrit Norðurlandasviðs UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna, sem kemur út í dag, beinir sjónum sínum að tveimur stórmálum sem útkljá ber í ár: nýjum Sjálfstæðum þróunarmarkmiðum sem gilda eiga til 2030 og nýjum Loftslagssáttmála.

Norðurlönd hafa átt stóran þátt í að umhverfismál hafa komist á blað í alþjóðamálum og þau hafa stóru hlutverki að gegna nú. Við skoðum að hvaða leyti nýju markmiðin eru ólík Þúsaldarmarkmiðunum um þróun sem renna sitt skeið á enda í ár. Við lítum á fjármögnun markmiðanna og Norðurlandabúi mánaðarins er á sínum stað, Annika Sandlund, hjá Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna sem segist stundum þurfa að ræða við skrattann sjálfan til að ná árangri í málum flóttamanna. Fréttbréf UNRIC er hér.