Heimurinn á grænni leið með eða án Bandaríkjanna

0
519
Solheim EU resized

Solheim EU resized
20.desember. Erik Solheim, forstjóri Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna segist bjartsýnn á að heimurinn haldi áfram á grænni braut þrátt fyrir neikvæðar yfirlýsingar Donalds Turmp, kjörins Bandaríkjaforseta í kosningabaráttunni.

Á fundi með blaðamönnum hjá UNRIC í Brussel sagði Solheim að ný Bandaríkjastjórn hefði enn ekki kynt nýja heildstæða stefnu í umhverfismálum.

„En þótt allt fari á versta veg og Bandaríkin taki ekki forystuna í þessum málum, er ég samt bjartsýnn,“ sagði Solheim.

„Bandaríkjamenn munu halda áfram á sömu braut, í rétta átt. Kallifornía mun ekki breyta sínum sjónarmiðum … og stórfyrirtækin munu ekki hætta., sama hvað stjórnin gerir.“

Solheim sagði að „helstu stórfyrirtæki í Bandaríkjunum, eins og Google, Microsoft, Facebook og fleiri væru að þokast í átt til notkunar endurnýjanlegra orkugjafa, «sama hvað gerist.“

Erik Solheim Pressbriefing UNRICYfirmaður Umhverfisáætlunarinnar benti átt að ný störf væri að finna í græna geiranum, en kolanám byði ekki upp á mörg störf.

„Við munum sakna forystu Bandaríkjanna, en í hennar stað munu Evrópa, Kína, og aðrir taka við keflinu..Kína og einkageirinn munu leggja sín lóð sín á vogarskálarnar og munar um minna.“ 

Þá var Solheim bjartsýnn á getu heimsins til að vinna á mengunarvandanum og benti á árangursríka baráttu gegn umhverfisá í fortíðinni, svo sem súrt regn.

„Sjö milljónir manna deyja af völdum mengunar á ári. Þetta er málefni sem við ráðum við. Þjóðverjar hreinsuðu upp Rín og Frakkar Signu, Bretar unnu á mengunarþokunni í Lundúnum,“ minnti Solheim á. „Við hljótum því að geta hreinsað upp mengun annars staðar. Þess vegna höfum við tekið höndum saman með Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), Evrópusambandinu og öðrum til þess að mengun verði ofar á málaskrá alþjóðasamfélagsins en hingað til, eins og efni standa til.“

Myndir: Solheim á ráðstefnu hjá ESB um sjálfbæra þróun. Caroline Petit/UNRIC. Solheim á fundi með blaðamönnum hjá UNRIC. Célia Dejond/UNRIC