Heimurinn að drukkna í rafsorpi

0
452
E waste in Agbogbloshie Photo Flickr FairphoneCreative Commons

E waste in Agbogbloshie Photo Flickr FairphoneCreative Commons

5 .maí 2015. Stór hluti “sorp fjalls” heimsins er sannkölluð flóðbylgja af rafsorpi.

Achim Steiner, forstjóri Umhverfisáætlunar Sameinuðu þjóðanna (UNEP ) telur brýnt að takast á við þessa flóðbylgju enda séu mörg efni í ónýtum raftækjum sem kunni að valda jafnt fólki sem umhverfinu skaða.

Photo Flickr Fairphone Cretaive CommonsMeir en 1500 fulltrúar taka nú þátt í ráðstefnu í Genf sem hefur það verkefni að bæta og efla þrjá sáttmála sem kenndir eru við Basel, Rotterdam og Stokkhólm. Sáttmálarnir eiga að tryggja alheimsstjórn á losun hættulegra efna og sorps.

Forstjóri UNEP lagði áherslu á við upphaf ráðstefnunnar að nauðsynlegt væri að takmarka notkun hættulegra efna og finna lausn á þeim vanda sem uppsöfnun rafsorphauga um allan heim, fæli í sér.

„Gleymum ekki þvílík efnahagsleg heimska felst í því að henda svo miklu hráefni sem er að stórum hluta endurnýjanlegt,“ segir Steiner. „ Á meðal Achim Steiner UNEPþess sem leynist í gömlum raftækjum er gull, silfur og þessir svokölluðu sjaldgæfu málmar (rare earths)…þetta er verulegt magn.“
Steiner nefndi sem dæmi að í sumum tilfellum væri meira magn þessara málma í tækjum sem framleidd hafa verið, en sem næmi því nafni sem ógrafið væri úr jörðu um allan heim.

Steiner sagði nauðsynlegt að efla vitund almennings um hvernig best væri að koma frá sér rafsorpi. Hann sagði að alþjóðasamningarnir þrír, snérust ekki um að stöðva notkun efna, heldur skapa grundvöll fyrir því þeir sem taka ákvarðanir öðlist nægilega þekkingu til að getra tekið upplýstar ákvarðanir í því skyni að vernda borgarana fyrir eiturefnum og gefa markaðnum skýr skilaboð um að nýrra valkosta sé þörf.

„Á hverju ári deyr ein milljón manna af völdum eitrunar sem það hefur komist í nálægð við,“ sagði Steiner. „Þetta er aljörlega óþolandi á okkar dögum.“

Sjá umfjöllun BBC um rafsorp: