Helfararinnar minnst

0
552

Afdrif barna í brennidepli

-holocaust

Helfararinnar verður minnst á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í þessari viku og verður sérstök athöfn á Allsherjarþinginu föstudaginn 27. janúar á Alþjóðlegum minningardegi um Helförina.
Að þessu sinni er sjónum sérstaklega beint að börnum á meðal fórnarlambanna. Talið er að sex milljónir gyðinga og fjölda annarra hópa hafi látið lífið í dauðabúðum Nasista í síðari heimsstyrjöldinni.
“Ein og half millón gyðingabarna lést,” sagði Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna á minningarhátíð í Park East sinagógunni í New York á föstudag. “Tugir þúsunda annara létu einnig lífið og má nefna fatlað fólk, Roma og Sinti.”


Sjónum er sérstaklega beint að börnum sem standa halloka í styrjaldarátökum og þurfa enn á sérstakri vernda að halda.  
“Mörg börn létust í af völdum hungurs og sjúkdóma. Önnur urðu munaðarlaus í stríðinu eða voru hrifin burt frá fjölskyldum sínum. Við munum aldrei vita hvað þessir drengir og þessar stúlkur hefðu haft fram að færa. Og margir hafa aldrei getað fengið sig til að segja frá reynslu sinni. En nú munum við gefa þeim sem hafa haft kjark til að tjá sig, orðið,” sagði Ban.  
“Börn standa berskjölduð gagnvart hins versta í fari mannkynsins. Við verðum að sýna þeim það besta sem heimurinn hefur upp á að bjóða.”  
Nassir Abdulaziz Al-Nasser, forseti Allsherjarþingsins tók undir orð Bans og sagði að Alþjóðlegi minningardagurinn um fórnarlömb Helfararinnar eigi að tryggja “að Helförin verði eilíf minning fyrir okkar tíma og komandi kynslóða um þær hættur sem eru samfara hatursáróðri, fordómum, kynþáttahatri og hleypidómum.”