Herferðir UNRIC

0
639
kyr2008

Við ákváðum árið 2007 að skipuleggja árlega upplýsingaherferðir til að upplýsa og virkja almenning í Evrópu um málefni Sameinuðu þjóðanna. Við höfum valið hverju sinni þau málefni sem eiga mest erindi við Evrópubúa jafnt af þeim sem eru efst á baugi hjá okkur og þeim sem eru ofarlega á forgangslista samstarfsaðila okkar í ríkisstjórnum, stofnunum og borgaralegu samfélagi.

Árið 2008 ákváðum við að minnast sextugsafmælis Mannréttindayfirlýsingarinnar og því varð KnowYourRights2008 okkar fyrsta herferð.

Loftslagsáðstefna Sameinuðu þjóðanna sem haldin var í Kaupmannahöfn í desember 2009 ráð því að önnur herferð okkar var tileinkuð lofstlagsmálum og bar heitið CoolPlanet2009.

Árið 2010 héldum við upp á tíu ára afmæli Þúsaldaryfirlýsingarinnar og Þúsaldarmarkmiðanna um þróun með fyrstu auglýsingasamkeppni okkar WeCanEndPoverty2010.

Jafnréttisstofnun Sameinuðu þjóðanna leit dagsins ljós 2011 og UNRIC taldi það kjörið tilefni til að halda aðra auglýsingasamkeppni okkar og fjórðu herferðina Create4theUN: Say No to Violence Against Women 2011.

Og 2012 höldum við þriðju auglýsingakeppnina og með Rio+20 í huga höfum við valið Vatn sem aðalþemað.


KnowYourRights2008

kyr2008 

Til þess að öðlast réttindi verður maður að þekkja þau. Til þess að halda upp á sextugs afmæli, hugsanlega mikilvægasta skjals 20. aldarinnar, Mannréttindayfirlýsingarinnar, hvöttum við Evrópubúa til að kynna hugmyndir sínar og aðgerðir á Atburðaskrá okkar.

Visit the website

top

CoolPlanet2009

cp2009

Plánetan okkar er svöl og við skulum hafa hana þannig áfram. Við fylktum liði með þeim sem höfðu eitthvað svalt fram að færa og beindum sjónum að þjóðþrifaverkum gegn loftslagsbreytingum á heimasíðunni Cool Planet.

Visit the website

top

WeCanEndPoverty2010

wcan2010

Árið 2010 skiptum við um gír og ákváðum að leita til skapandi fólks í Evrópu og báðum um aðstoð við að minna leiðtoga heimsins á söguleg loforð sem gefin voru þegar ný þúsöld hófst árið 2000. Þá var því heitið að uppræta sárustu fátæktina í heiminum frá og með 2015. Við tókum höndum saman við upplýsingaskrifstofur SÞ um allan Evrópu og gerðum bandalag við fjölmiðla um að halda auglýsingasamkeppni. Við urðum ekki fyrir vonbrigðum því við fengum yfir 2000 auglýsingar frá 32 löndum.

Visit the website

top

Skapið fyrir Sameinuðu þjóðirnar: Segjum Nei við ofbeldi gegn konum

create2011

2011 unnum við með nýrri stofnun, UN Women, og báðum skapandi Evrópubúa um að hanna auglýsingar um þemað: “Segjum nei við ofbeldi ggn konum.” Við fengum meir en 2700 auglýsingar frá 42 löndum.

Visit the website

top

Rio+20: Framtíðin sem við viljum: Dropi fyrir dropa

dropbydrop

Evrópska auglýsingakeppnin er haldin í þriðja sinn 2012 og er nú hluti af Framtíðin sem við viljum, herferð Sameinuðu þjóðanna á heimsvísu í aðdraganda Rio+20 ráðstefnunnar í júní 2012.

Markmiðið er að hanna blaðaauglýsingu þar sem hvatt er til að spara vatn í þágu okkar nú og komandi kynslóða.

Visit the website

top
:: Back to Top ::