Hin nánu tengls innviða og sjálfbærrar þróunar

0
509

Nærri 70% af losun gróðurhúsalofttegunda má rekja til bygginga og innviða.  Byggingar einar sér standa fyrir nærri 30% af allri notkun auðlinda og orku. Samkvæmt nýrri skýrslu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar mun fjöldi dauðsfalla sem rekja má til losunar frá iðnviðum hækka úr 150 þúsund á ári í 250 þúsund fyrir 2030.

Náin tengsl eru á milli innviða og sjálfbærrar þróunar.  Innviðir eru mannvirki á borð við byggingar, vegi, brýr, orkuver, járnbrautakerfi, flugvelli og hafnarmannvirki.

Til þess að ná markmiðum Heimsmarkmiðanna um sjálfbæra þróun þarf þó ekki að stöðva byggingarstarfsemi. Kíkjum á hvað er til ráða og tengsl Heimsmarkmiðanna og innviða.

Heimsmarkmiðin um sjálfbæra þróun og innviðir

Árið 2015 samþykktu öll aðildarríki Sameinuðu þjóðanna 17 Heimsmarkmið um sjálfbæra þróun. Í þeim felast vegvísir um frið og velgmegun allra jarðarbúa og plánetuna og ber að ná þeim fyrir 2030. Að sjálfsögðu tengist níunda Heimsmarkmiðið um  Nýsköpun og uppbyggingu innviðum. Þar segir að byggja skuli upp viðnámsþolna innviði fyrir alla, stuðla að sjálfbærri iðnvæðingu og hlúa að nýsköpun. Ellefta heimsmarkmiðið Sjálfbærar borgir og samfélög snertir einnig innviði.

Hvert samfélag þarf að búa yfir ýmsum innviðum til að skila íbúunum nauðsynlegri þjónustu og styðja við bakið á hagkerfinu. Aðgangur að vatni og salernisaðstöðu er forsenda velmegunar og vellíðunar íbúanna (Heimsmarkmið  6). Góð menntun (Heimsmarkmið 4) rétt eins og framleiðni treysta á aðgang að orku (Heimsmarkmið 7). Öflugir innviðir geta stuðlað að bættri heilsu (Heimsmarkmið 3), stuðlað að auknum hagvexti (Heimsmarkmið 8) og allt samanlagt að upprætingu fátæktar (Heimsmarkmið 1).

Þegar upp er staðið geta vel skipulagðir innviðir í þéttbýli skipt sköpum um að hratt vaxandi borgir heims séu í takt við Áætlun 2030 um Sjálfbæra þróun öðru nafni Heimsmarkmiðin. Þar með eru taldar orkusparneytnar byggingar og græn svæði.

Þetta eru dæmi um að það þarf ekki að stöðva byggingu innviða, heldur bæta byggingaráætlanir með það fyrir augum að þær greiði fyrir því að Heimsmarkmiðunum sé náð. Hluti lausnarinnar liggur í sjálfbærum eða kolefnissnauðum innviðum.

 Sjálfbærir innviðir

Með sjálfbærum innviðum er átt við að þeir séu áætlaðir, hannaðir, byggðir, reknir og teknir úr notkun með það fyrir augum að tryggð sé efnahgsleg og fjárhgsleg, umhverfisleg (þar á meðal loftslags) og stofnanaleg sjálfbærni allan líftíma þeirra. Efnhagslegur ávinningur er mikilvægur en huga verður að áhættuþáttum  á borð við skuldir og fjárhagslega sjálfbærni.

Með sjálfbærum innviðum má stuðla að þolgæði í ríkjum þar sem álagið er hvað mest vegna öfgaveðurfars tengdu loftslagsbreytingum. Dæmi um kolefnissnauða innvði eru járnbrautalestir þar sem vögnum sem losa kolefni er fækkað.

Spurn eftir innviðum af þessu tagi er mikil um allan heim, jafnt í þróuðum- sem þróunarríkjum.

Fólkið, efnahagurinn og plánetan

Innviðir getað skilað ágóða þvert á geira. Þeir eru grundvöllur framfara á þremur sviðum: efnahags-, félags og umhverfis.

Sjálfbærir innviðir greiða fyrir því að öllum félaglslegu heimsmarkmiðunum sé náð. Aukinn aðgangur að grunnþjónustu er hornsteinn að þróun innviða. Sjálfbærir innviðir á borð við rafmagns, samgöngur, hreint vatn og hreinlæti tengjast náið upprætingu fátæktar.

Fjárfestingar í innviðum skila sér í hagvexti sökum atvinnusköpunar, eignamyndunar og þjónustu. Ef notast er við vinnu heimamanna og staðbundin hráefni, glæðist hagkerfi í héraði og grafið er undan fátækt.

Þá er almennt viðurkennt að markmiðum Parísarsamningsins um loftslagsviðnám verði ekki náð nema með orkuskiptum yfir í endurnýjanlega orku en slíkt krefst umtalsverðra fjárfestinga í nýjum innviðum.

Raunhæfir sjálfbærir innviðir

Nefna má dæmi frá tveimur ólíkum löndum.

Danmörk

Við lagningu vega og brúa og byggingu iðnvera ber að taka framtíð loftslagsins með í reikninginn. Kaupmannahafnarborg gerði þetta í svokallaðri “Cloudburst” áætlun. Þar eru gerðar ráðstafanir til að mæta gríðarlegri og öfgakenndri úrkomu. Göng og vegir eru hönnuð með það í huga að stórauka frárennsli vatns úr borginni og út í sjó. Þá eru byggingar hannaðar með það í huga að verjast flóðum.

Innviðir auðvelda þróunarríkjum að samlagast alþjóða-hagkerfinu með því að greiða fyrir alþjóðaviðskiptum.  Samgönguinnviðir og samþættir flutninga auðvelda framleiðendum heima fyrir að koma vöru sinni á markað erlendis.


Kenía

 Ban Ki-moon þáverandi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsækir Olkaria 2011. UN Photo: Mark Garten
Ban Ki-moon þáverandi aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna heimsækir Olkaria 2011. UN Photo: Mark Garten

Olkaria jarðvarmaverið í Kenía hefur orðið til þess að 51% af orkunotkun landsins er sótt til jarðvarma. Þróun jarðvarma í Kenía hefur orðið til þess að draga úr fátækt með því að auka framboð á áreiðanlegri, hreinni orku.  Fulltrúi Alþjóðabankans í Kenía Diarietou Gaye, segir að orkugeirinn sé “þýðingarmikill í upprætingu fátæktar.”

Stockholm+50

Hefur þú áhuga á að kynnast sjálfbærni og Sameinuðu þjóðunum?

Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti ályktun 2021 um fylkja liði allra þeirra sem unna umhverfinu á fundi í Stokkhólmi 2.-3.júní í sömu viku og Alþjóða umhverfisdagurinn er haldinn.

Á fundinum munu leiðtogar draga saman lærdóm af fimmtíu ára starfi við umhverfismál á alþjóðavettvangi. Umhverfismál komust í brennidepil alþjóðastjórnmála á fyrstu umhverfisráðstefnu heims sem haldin var í Stokkhólmi 1972.

Með því að viðurkenna gildi milliríkjasamskipta getur fundurinn orðið stökkpallur til að takast á við þrefalda kreppu sem heimurinn glímir við: loftslagið, náttúruna og mengun. Hraða ber aðgerðum til að ná markmiðum Áratugar Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun, Áætlun 2030 og Parísarsamningnum um loftslagsbreytingar.

Sjá nánar hér: Stockholm+50.