Hjálparstarf er aldrei of dýru verði keypt

0
523
Refugees carry boxes of WFP fortified biscuits. Photo: WFP/Sayed Asif Mahmud

Martin Griffiths framkvæmdastjóri hjálparstarfs hjá Sameinuðu þjóðunum bendir á í blaðagrein sem birtist í nokkrum stórblöðum að þótt þótt þær upphæðir sem samtökin hafi beðið um til hjálparstarfs virki háar, séu þær aðeins lítið brot þess fjár sem varið er til hernaðar. 

Griffiths er framkvæmdastjóri OCHA, Samræmingarskrifstofu mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum.

Grein Griffiths sem birtist meðal annars í Morgunblaðinu fer hér á eftir.

Hjálparstarf er aldrei of dýru verði keypt

 Það ætti ekki að koma nein­um á óvart að marg­ir heims­hlut­ar glíma við erfiða tíma. Skuggi heims­far­ald­urs­ins hvíl­ir á okk­ur öll­um. Hiti, regn og ofsa­veður herja á okk­ur nú þegar lofts­lagskrepp­an herðist.

Afganistan
Martin Griffiths ræðir við forystu Talibana. Mynd: OCHA.

Sam­einuðu þjóðirn­ar og sam­starfsaðilar okk­ar telja að 274 millj­ón­ir manna þurfi fé, mat, lyf, skjól og aðra mannúðaraðstoð í 63 ríkj­um. Þetta er 17% aukn­ing.

Fjár­öfl­un­ar­starf okk­ar miðar að því að tryggja að fólk lifi af, öðlist von og geti lifað við reisn. Þeir sem við hjálp­um hafa orðið fyr­ir ham­förum, orðið fyr­ir barðinu á átök­um eða verið stökkt á flótta ein­fald­lega vegna fæðing­arstaðar síns.

Af­gan­ist­an þarfn­ast nú 4,5 millj­arða. Það þarf 2,8 milj­arða til að hjálpa Eþíóp­íu­bú­um að sigr­ast á þurrk­um og átök­um. Það kost­ar 10 millj­arða að koma flótta­mönn­um víða um heim til hjálp­ar.

Að hjálpa þeim sem eru í mestri hættu

 

Flóttamenn í Bangladesh eru á meðal þeirra sem höllustum standa fæti. 500 misstu húsaskjól í Cox’s Bazar í Bangladesh í bruna í þessum mánuði. Mynd: WFP/Sayed Asif Mahmud

Áætlan­ir okk­ar byggj­ast á fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um staðreynd­um. Við reyn­um að forðast tví­taln­ingu og erum meðvituð um kostnað. Við ger­um okk­ur grein fyr­ir að við get­um ekki gert allt. Við stefn­um að því að hjálpa tveim­ur þriðju hlut­um þeirra sem eru í mestri lífs­hættu eða hafa tapað öllu.

Í mannúðar­starfi Sam­einuðu þjóðanna og sam­starfsaðila okk­ar er tek­ist á við margs kon­ar aðstæður og oft er um líf eða dauða að tefla. Árið 2021 út­veguðum við 10 millj­ón­um Jemen­búa heilsu­gæslu og kom­um í veg fyr­ir hung­urs­neyð í Suður-Súd­an. Okk­ur hef­ur tek­ist að verða klók­ari og skil­virk­ari. Við not­umst í rík­ari mæli við pen­inga­flutn­inga og að koma aðstoð til fólks áður en neyðin nær helj­ar­tök­um. Við vit­um að ham­far­ir og stríð herja öðru vísi á kon­ur en karla. Þær eru út­sett­ari í rík­ari mæli fyr­ir kyn­ferðis­legu of­beldi og verða að leggja meira á sig til að sjá sér far­borða.

Verk­efn­in eru stund­um mjög sér­tæk. Ný­lega heim­sótti ég at­hvarf fyr­ir fórn­ar­lömb kyn­ferðis­legs of­beld­is í Eþíóp­íu. Það læt­ur lítið yfir sér, stend­ur rót­um í nærsam­fé­lag­inu og bjarg­ar bók­staf­lega lífi kvenn­anna sem ég hitti. Þær höfðu verið mis­notaðar í hat­römmu borg­ara­stríði.

Ann­ars staðar í áætl­un okk­ar fyr­ir árið 2022 er að finna aðstoð við Af­gan­ist­an. Við sjá­um um helm­ingi Af­gan­ist­ans fyr­ir mat og við sjá­um sýr­lensk­um flótta­mönn­um fyr­ir hita í vetr­arkuld­um. Við bólu­setj­um millj­ón­ir í Mjan­mar fyr­ir Covid-19 á sama tíma og við tryggj­um skóla­göngu barna ann­ars staðar eft­ir jarðskjálfta eða felli­bylji.

Nozima, 21 og stúlkubarn hennar í rústum Cox´s Bazar. Mynd: WFP/Sayed Asif Mahmud

Við erum þakk­lát fyr­ir að hafa náð að safna 17 millj­örðum dala til sam­eig­in­legs mannúðar­starfs okk­ar. Stærst­ur hluti þess fjár kem­ur úr vasa skatt­greiðenda í auðugum ríkj­um. Þetta er sér­stak­lega rausn­ar­lega í ljósi Covid-19-far­ald­urs­ins.

Að festa fé þar sem það skil­ar mestu

Engu að síður þurf­um við að minna ríku lönd­in á að þessi fjár­út­lát eru aðeins lítið brot þess fjár sem varið er til hernaðar. Einnig að ef við ráðum ekki niður­lög­um veirunn­ar alls staðar, snýr hún aft­ur til að ógna okk­ur. Barna­börn okk­ar munu ekki fyr­ir­gefa okk­ur ef við ger­um ekki meira til að koma í veg fyr­ir og búa okk­ur und­ir lofts­lags­ham­far­ir.

Við höf­um á að skipa öfl­ugu hjálp­ar­starfs­banda­lagi. Það skipa jafnt sam­tök heima­manna á hverj­um stað sem öfl­ug­ar sér­stofn­an­ir Sam­einuðu þjóðanna. Ég er stolt­ur af því að vinna með þess­ari fjöl­breyttu og sam­visku­sömu sveit hjálp­ar­starfs­manna sem flest­ir koma úr röðum þeirra sam­fé­laga sem við þjón­um.

Til þess að hjálp­ar­starfs­menn geti leyst verk­efni sín af hendi verðum við að treysta á að rík­is­stjórn­ir, fyr­ir­tæki, sjóðir og ein­stak­ling­ar láti fé af hendi rakna til þeirra mark­miða sem til­greind eru í áætl­un okk­ar um mannúðarstarf í heim­in­um 2022 (2022 Global Humanit­ari­an Overview).

Mannúð og auðmýkt

Auk þess að halda í við sí­breyti­legt neyðarástand víða um heim, ber hjálp­ar­starfi að líta sjálft sig gagn­rýn­um aug­um. Okk­ur ber að hlusta í rík­ari mæli á nauðstatt fólk og gefa því kost á að vera með í ákv­arðana­töku. Alþjóðlegu hjálp­ar­starfi ber að sýna auðmýkt og virðingu í sam­starfi við staðbundn­ar stofn­an­ir og stíga til hliðar þegar þess er ekki þörf.

Við verðum að skera upp her­ör gegn kynþátta­hyggju og hugs­un­ar­hætti ný­lendu­stefnu inn­an vé­banda stofn­ana okk­ar. Slík hugs­un er svik við gildi okk­ar og gref­ur und­an lög­mæti okk­ar. Við verðum líka að bregðast harðar við mis­ferli og mis­notk­un.

Nú­tíma­mannúðarstarf á ræt­ur að rekja til blóðugra styrj­alda í Evr­ópu á nítj­ándu öld. En aðstoð við bág­stadda stend­ur sterk­um rót­um í öll­um menn­ing­ar­heim­um og heims­hlut­um. Við erum öll hjálp­ar­starfs­menn.

Auðug ríki hafa varið trilljón­um í aðstoð við þegna sína tengsl­um við Covid-19, hvort held­ur sem er at­vinnu­leys­is­bæt­ur eða ókeyp­is bólu­setn­ing­ar. Þetta er mannúðara­stoð eða hjálp­ar­starf í þágu eig­in borg­ara. Í sam­an­b­urði er 41 millj­arðs dala ákall til lang­tíma hjálp­ar­starfs aðeins dropi í hafið. Víða felst lang­tíma­lausn vanda í friðarsamn­ingi eða lang­vinnri og kostnaðarsamri efna­hags­legri þróun. En í millitíðinni þurf­um við á mannúðaraðstoð að halda til þess að halda fólki á floti og bjarga lífi þess.

Slíkt er aldrei of dýru verði keypt.

Höf­und­ur er fram­kvæmda­stjóri hjálp­ar­starfs Sam­einuðu þjóðanna.