Hjálparstarf: Ljós í myrkrinu

0
423
Kandahar í Afganistan. Mynd: OCHA/Charlotte Cans

Sagt er að það þurfi heilt þorp til að ala upp barn. Á sama hátt þarf heilt þorp til að hjálpa manneskju þegar hamfarir af hvaði tagi sem er, ríða yfir. Þörfin á mannúðaraðstoð hefur aldrei verið meiri í heiminum og á Alþjóðlegum degi hjálparstarfsmanna er gripið til þessarar líkingar til að minna á þörf alþjóðlegrar samstöðu til að styðja við bakið á mannúðarstarfi.  

Á þessum degi fögnum við öllum þeim sem leggjast á árarnar í mannúðarstarfi um allan heim:

Alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna
António Guterres kemur til L´viv miðvikudag 17. ágúst

„Þetta er úrvalslið mannkynsins,“ segir António Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna í ávarpi á alþjóðleg deginum. „Fjarri kastljósinu og utan fyrirsagna, vinna hjálparstarfsmenn nótt sem nýtan dag við að gera heiminn betri.  Þótt oft og tíðum sé við ramman reip að draga, leggja margir líf sitt að veði til að lina þjáningar þurfandi fólk á sumum hættulegustu stöðum veraldar.“

Aldrei hafa fleiri þurft á mannúðaraðstoð að halda í heiminum en nú. Ástæðurnar eru styrjaldarátöku, loftslagsbreytingar, COVID-19, hungur, fátækt að því ógleymdu að aldrei hafa fleiri jarðarbúar flosnað upp eða flúið heimili sín en einmitt nú.

Stríðið í Úkraínu hefur gert mannúðarstarf um víða veröld enn erfiðari en ella. Guterres aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna kom til Úkraínu í gær. Mun hann meðal annars heimsækja hafnir í Úkraínu sem koma við sögu í samkomulagi um hveitiútflutninig frá landinu. Áður en innrás Rússa hófst í febrúar flutti Úkraína út sex milljónir tonna af korni á mánuði.

Stríðið varð þess valdandi að skortur varð á kornvöru og liðu ekki síst Afríkuríki fyrir það. Í gær lagði fyrsta flutningaskipið af stað til Afríkuhorns þökk sé samkomulagi sem Sameinuðu þjóðirnar og Tyrkir greiddu fyrir.

Vonarneisti

Alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna
Alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna

 Martin Griffiths framkvæmdastjóri mannúðarsviðs Sameinuðu þjóðanna segir í kjallaragreiní tilefni alþjóðlega dags hjálparstarfsmanna að þrátt fyrir svartnætti víða, megi finna „vonarneista.”

„Sem dæmi má nefna að þrátt fyrir skefjalaust ofbeldi í Úkraínu, hafa þúsundir sjálfboðaliða hjálpað fólki, sem situr fast á hernarðsvæðum. Fólk hefur tekið á móti úkraínskum flóttamönnum af mikilli rausn. Aldagamalli hefði fyrir stuðningi nágranna er við haldið frá Bangladesh til Kólombíu og Jórdaníu til Úganda.”

Hann bætti því við að sækja megi innblástur frá „Navi Star, Polarnet, Razoni, Rojen og mörgum öðrum skipum sem flytja uppskerun frá Úkraínu til annara heimshorna, og gefa sumum þeirra 345 milljóna sem þjást af matarskorti, nýja von.”

#ItTakesAVillage

Á alþjóðlegum degi hjálparstarfsmanna 2022 er kastljósi beint að þúsundum sjálfboðaliða, atvinnumanna og fólki á hamfarasvæðum. Allt þetta fólk sér til þess að nauðstaddir fá hjúkrun, húsaskjól, mat, vernd, vatn og margt fleira.

Alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna
Alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna

Besta leiðin til að taka þátt í átakinu er að vekja athygli á málefninu á samfélagsmiðlum og nota myllumerkin  #ItTakesAVillage og  #worldhumanitarianday. Á vefsíðu alþjóðlega dagsins má finna ýmis konar efni til þessa.

Alþjóðlegur dagur hjálparstarfsmanna er haldinn 19.apríl til minningar um fórnarlömb hryðjuverkaárásar á höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í Bagdad í írak 19.ágúst 2003. Þá létust 22 hjálparstarfsmenn, þar á meðal sérstakur fulltrúi aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna í Írak,Sergio Vieira de Mello. Fimm árum síðar samþykkti Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna að 19.ágúst skyldi vera Alþjóðlegur dagur hjálparstarsmanna (World Humanitarian Day (WHD)).

Nokkrar tölur og staðreyndir

  • Árið 2021 sættu  460 hjálparstarfsmenn árásum: 140 voru drepnir, 203 særðir og 117 rænt.
  • 98%  hinna látnu voru staðarráðnir en 2% alþjóðlegt starfsfólk. Rúmlega helmingur unnu hjá innlendum almannasamtökum.
  • Flest ofbeldisverkanna voru unnin í Suður-Súdan, Afganistan og Sýrlandi.
  • Búist er við að þessar tölur hækku umtalsvert 2022 vegna stríðsins í Úkraínu. Þar hafa óbreyttir borgarar og hjálparstarfsmenn mátt sæta eldflauga- og stórskotaliðsárásum.
  • Í yfirliti um mannúðaraðstoð 2021 kom fram að 20.7 milljónir eða 67% íbúa Jemen þurfi á mannúðaraðstoð að halda. Jemen er það land þar sem flestir þurfa á aðstoð að halda.