Hjúkrunarfólk vill ekki vera „hetjur í einn dag” 

0
727
COVID-19 Hjúkrunarfræðingar
Hjúkrunarfræðingar eru undir miklu álagi eins og aðrar heilbrigðisstéttir vegna COVID-19. Mynd: Landsspítali/Þorkell Þorkelsson

Evrópubúar hafa tekið upp þann sið að heiðra heilbrigðisstarfsmenn með því að flykkjast út á svalir og klappa þessum hetjum samtímans lof í lófa. Mikið mannfall í röðum starfsfólks heilsugæslunnar um allan heim talar sínu máli um þær hetjudáðir sem inntar eru af hendi daglega í glímunni við COVID-19.

Svo vill til að árið 2020 er Ár hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra. Það væri að sönnu alltaf verðskuldað en á vel við á þessu ári þegar hjúkrunarfræðingar eru fremst í víglínunni ásamt öðrum heilbrigðisstarfsmönnum í stríðinu við kórónaveiruna.

Við hjá UNRIC, Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Brussel, höfum talað við hjúkrunarfræðinga um alla Vestur-Evrópu.

Frá Lissabon til Antwerpen

COVID-19 Hjúkrunarfræðingar
Á Landsspítala – Háskólasjúkrahúsi. Mynd: Landsspítali/Þorkell Þorkelsson

André Sobral starfar á gjörgæsludeild Santa Maria í Lissabon, stærsta sjúkrahúss Portúgals. „Ég er meira eða minna allan vinnudaginn á sjúkrastofu gjörgæslunnar á svokölluðu rauða svæði þar sem fyglt er ströngu verklagi. Ég fylgist með 2-3 sjúklingum í einu, fylgist með lyfjagjöf, lofti og fylgi eftir öllu læknisfræðilegum ráðum,“ segir hann í viðali við UNRIC.

Katleen er hjúkrunarfræðingur á Sint-Augustinus sjúkrahúsinu í Antwerpen í Belgíu en þar eru 100 COVID-19 sjúklingar til læklninga og búist við að sú tala hækki verulega.

„Það er mikið írafár á sjúkrahúsinu en á hinn bóginn finnur maður fyrir samstöðu; finnur fyrir því að við ætlum öll að takast á við þetta í sameiningu. Ég hef í raun engan áhuga á að vera hetja, ég vildi frekar vera örugg heima hjá mér. Hins vegar fyllist ég öryggistilfinningu við að vera hluti af vel skipulögðu og samhentu teymi sem leggur  sig í líma við að allt gangi eins og vel smurð vél,“ segir Katleen í viðtali við UNRIC.

Dioni, grísk starfssystir hennar, tekur í sama streng í samtali við okkur. „Við erum öll undir álagi en við reynum að styðja við bakið á starfsfélögum okkar og sjúklinginum. Við erum óttaslegin líka, sérstaklega vegna hugsanlegs skorts á búnaði til lækninga.“

Flestir þeirra sem við ræddum við óttuðust einkum skort á andlitsgrímum og öndunarvélum.

Að baki andlisgrímunum, þar sem þær eru fáanlegar, er áhyggjufullt fólk. Hjúkrunarfræðingar eru meðvitaðir um að nærvera þeirra ein og sér geti reynst öðrum hættuleg.

Aldraðir

COVID-19 Hjúkrunarfólk
Í önnum vegna COVID-19. Mynd: Landsspítali/Þorkell Þorkelsson

COVID-19 hefur höggvið stærri skörð í hóp aldraðra en þeirra sem yngri eru. Margir aldraðir í Evrópu reiða sig á heimsóknir frá heilsugæslunni, hjúkrunarkvenna eða annara. En á sama tíma geta slíkar heimsóknir orðið þeim skeinuhættar.

Mireille Delon hjúkrunarkona í Montpellier í Suður-Frakklandi sækir 10-15 sjúklinga heim daglega. Þeir eru á aldrinum rúmlega sjötíu til hundrað ára. Stundum er hún eina manneskja sem þeir hitta vegna veirunnar. Hún og samstarfsfólk hennar lifa í stöðugum ótta við að smita þetta fólk sem er afar berskjaldað gagnvart COVID-19.

„Ég fyllist miklum áhyggjum í hvert skipti sem ég fer að Heiman,” segir Delon í samtali við UNRIC. “Ég hef á tilfinningunni að veiran leynist í hverju horni og ég er stöðugt á varðbergi; þegar ég opna dyr, ýti á hnapp til að ná í lyftu, þegar ég snerti hurðarhún. Ég er kvíðin vegna þess að ég óttast bera veiruna með mér frá einu heimili til annars.”

Hún telur sig heppna að það eru nægar birgðir af andlitsgrímum á hennar vinnustað. Hún er afar samviskusöm við að þurrka af öllu í bílnum sínum, hvort heldur sem er stýrið, gírstöngina eða handföng.

En á sumum stöðum er hætt við að spurningin um andlitsgrímur verði fljótt úrelt því skortur verður á fólki til að sinna umönnun aldraðra. Í Þýskalandi er talið að 300 þúsund heimili reiði sig á aðstoð erlends umsjónarfólk, ekki síst hjúkrunarfræðinga, aðallega frá Austur-Evróu. Búist er við að meirihluti þeirra haldi til síns heima og að 100 til 200 þúsund eldri borgarar verði án stuðnings fyrir Páska.

Hvernig á að takast á við álag

COVID-19 Hjúkrunarfólk
Að baki grímunnar leynist stundum kvíði. Mynd: Landsspítali/Þorkell Þorkelsson

En hvernig geta hjúkrunarfræðingar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn best tekist á við álagið?

Dr. Hans Kluge er yfirmaður WHO, Alþóða heilbrigðismálastofnunarinnar í Evrópu. Hann sagði á blaðamannafundi á dögunum að geðheilbrigðismál verði að vera í öndvegi á kórónaveirutímum. Sjálfur sagðist hann eins og ævinlega þegar hann væri undir álagi færa sér í nyt einfalda afslöppunartækni, eins og öndunar- og vöðvaslökunaræfingar og núvitundar-íhugun. „Maður verður að reyna að halda í jákvæðnina.“

Dr. Aiysha Malik, tæknilegur ráðgjafi hjá WHO í geðheilbrigðismálum gaf einni ráð á blaðamannafundi WHO. „Heilbrigðisstarfsmenn eru undir gríðarlegum þrýstingi og það skiptir sköpun að vernda geðheilsu þeirra.”

Hún sagði að brýnt væri að starfsfólk skiptist á að sinna áhættusömum og tiltölulega lítt áhættusömum störfum. Ráðlegt væri að blanda teymum þannig að reynslulítið fólk ynni með reynslumeiri starfsfólki. Þá væru opin og góð samskipti þýðingarmikil. Hver og einn starfsmaður þyrfti að geta leitað til annara og talað um líðan sína og starf. Og vitaskuld þyrfti að bjóða upp á sálfræðileg úrræði.

Síðast en ekki síst lagði hún áherslu á að nægileg hvíld væri nauðsynlegt. En það er einmitt munaður sem langt í frá alir heilbrigðisstarfsmenn geta leyft sér þegar COVID-19 herjar á heimsbyggðina.

Vigdís Árnadóttir er þrautreyndur hjúkrunarfræðingur. Hún benti á að samkvæmt fréttum væru hjúkrunarfræðingar og heilbrigðisstarfsmenn sums staðar að stofa tvo til fjóra klukkutíma í senn. „Getur það verið að rekja megi háa dánartíðni til þess að fólkið sé svo upupgefið að ónæmiskerfið bili og það verði veirunni að bráð?“

Hetjur í einn dag?

Covid-19
Grímuklæddur heilbrigðisstarfsmaður. Landsspítali /Þorkell Þorkelsson

Löngu áður en COVID-19 braust út var vitað að heilbrigðiskerfi í mörgum ríkjum væru í lamasessi vegna niðurskurðar. Í Þýskalandi er þannig skortur á heilbrigðisstarfsmönnum, þar á meðal hjúkrunarfræðingum, vegna lágra launa.

Þar hefur fólk eins og víða annars staðar klappað heilbrigðisstarfsmönnum lof í lófa. En hjúkrunarfræðingar vilja ekki „vera hetjur í einn dag” svo vitnað sé til frægs lags Davids Bowies um Hetjur í Berlín.

Póstur hjúkrunarfræðings á Facebook hefur gengið ljósum logum á samskiptamiðlum í Þýskalandi. Þýski hjúkrunarfræðingurinn sagði að þótt fagnaðarlætin væru vel meint þá hækkuðu þau ekki launin hennar og breyttu ekki þeirri staðreynd að hún legði líf sitt í hættu.

Hjúkrunarfræðingar eru allt í einu teknar í guðatölu en störf þeirra hafa alltaf verið þýðingarmikil og bjargað mannslífum – ekki bara eftir að COVID-19 braust út.

COVID-19 veiran hefur ekki sagt sitt síðasta og ekkert fararsnið á henni. Eins og Dr. Malik hjá WHO orðaði það: Þetta er Maraþon – ekki spretthlaup.”