Hungur sverfur að eftir verstu þurrka í 50 ár

0
401
Dolo_Ado

Ban Ki-moon, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvetur ríki heims til að leggja stofnunum Sameinuðu þjóðanna tafarlaust lið í viðleitni þeirra til að koma ellefu milljónum nauðstaddra til hjálpar á austurodda Afríku. Íbúar glíma nú við verstu þurrka sem orðið hafa um áratuga skeið.Dolo_Ado
  
“Fyrst verðum við að stöðva þjáningar fólksins,” sagði Ban við fréttamenn í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York en allan daginn í gær voru haldnir neyðarfundir um málefnið.  

Kona með ungt barn fyrir utan kofa í Dolo Ado, flóttamannabúðunum í Eþíópíu.Mynd:

WFP/Judith Schuler

Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hafa óskað eftir andvirði 1.6 milljarða Bandaríkjadala til að stemma stigu við vandanum en fengið aðeins helming þess fjár. Þurrkarnir sem taldir eru þeir verstu í hálfa öld herja á Kenía, Sómalíu, Eþíópíu og Djibouti.  

“Við höfum ekki efni á að bíða,” sagði framkvæmdastjórinn.  

 Valerie Amos, aðstoðar-framkvæmdastjóri SÞ á sviði mannúðarmála er nýkominn frá þurrkasvæði og heimsótti helsugæslustöðvar í Eþíópíu. 
“Það sem hafði mest áhrif á mig voru konurnar sem komu fótgangandi fimm klukkustundna leið í heilsugæsluna.  Þær höfðu tekið þau börn sem voru nógu sterk til að ganga með sér. Ég hafði mestar áhyggjur af þeim sem voru of veikburða til að leita lækninga.”   

“Þessu mun ekki ljúka á næstunni og við verðum að horfast í augu við að sífellt fleiri munu eiga um sárt að binda og að við verðum að efla viðleitni okkar verulega.” 

Hún bætti við að fólk þyrfti matvæli og næringu en einnig hreint vatn, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu, vernd og húsaskjól. 
Josette Sheeran, forstjóri Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna segir að nauðsyn sé að auka matvælasendingar, sérstaklega í þágu yngstu barnanna.  “Efst á forgangslistanum er að vernda ung börn, ófrískar konur og konur með börn á brjósti með sérstaklega næringarríkri fæðu,” sagði Sheeran í yfirlýsingu.